Vísindaleg náttúruvernd

Það er einfalt fyrir Íslendinga að vera náttúruvænir, hafna lífverum sem hafa orðið til fyrir tilstilli erfðatækni þar sem við erum á eyju og óháð öðrum.  Raunveruleikinn er hinsvegar sá að mannkynið er orðið eitt. Eftirspurn á einum stað veldur hækkuðu verði um allan heim. Það sem við gerum hefur áhrif í fátækari löndum. Breytt neyslumynstur okkar getur valdið dauða i öðrum ríkjum.

 

Mannfjöldi á jörðinni stefnir í að verða sjö milljarðar, er þegar kominn yfir 6,8 milljarða og verðum komin yfir 9 milljarðar um miðja öldina ef spár ganga eftir. Við þurfum að auka matvælaframleiðslu um 50 % næstu 30 árin. Þetta getum við ekki gert með venjulegri kynblöndun tegunda.   

 

Markmið með erfðatækni er aðallega að auka framleiðslu á flatareiningu lands með minni skaða fyrir umhverfið þannig að halda megi framleiðslugetu landsins.

 

Það er engin þekkt aðferð til þess að framleiða matvæli til að fullnægja þörf mannkynsins í framtíðinni önnur en líftækni.

 

Þeir sem segja; „Ég ætla aldrei að borða erfðabreyttar lífverur“ eru að segja að þeim sé sama um aðra ef þeirra sérvisku sé fullnægt. Þetta er allt í lagi ef einn og einn meðal ríkra þjóða gerir slíkt en þegar þær taka sig saman um slíkt eru þær að dæma milljarða manna í fátækum löndum til dauða.

 

Það tekur um tíu til 15 ár að þróa nýtt og afkastameira afbrigði nytjaplöntu. Fyrirtæki sem annast slíkt verða að spá til um eftirspurn langt fram í tíman, leggja í mikinn kostnað við þróunina og gera ekki slíkt ef ríku löndin standa gegn notkun afurðanna þegar þær koma loks á markað.

 

Hvað er svo þessi líftækni?

 

Í mjög einföldu máli þá ráðast erfðir af sérstökum efnasamböndum sem við köllum DNA – Þessi efnasambönd mynda ákveðinn flókinn kóða sem lýsir ákveðnum eiginleikum. Þessi aðferð til að flytja eiginleika milli kynslóða er eins í mismunandi tegundum, jafnvel eins í dýraríki og jurtaríki þó uppskriftirnar sem letraðar eru í DNA ólíkra tegunda sé að sjálfsögðu ólíkar. Menn hafa komist upp á lag með að flytja erfðaefni úr einni tegund í aðra. Það er grundvöllur erfðatækninnar.

 

Við höfum stundað það í tíuþúsund ár að velja til undaneldis þær skepnur og jurtir sem gefa mestar afurðir. Þá erum við að velja þau gen sem finnast innan ákveðinnar tegundar sem gefa mest. Nú getum við valið þessi gen úr öðrum lífverum. Við getum td. látið nytjaplöntu fá varnarhæfileika annarrar tegundar. Nytjaplöntur okkar gætu þannig orðið ónæmar fyrir ýmsum plágum sem við glímum við. Möguleikarnir eru margir i þessum efnum.

 

Það fylgja ákveðnar hættur því að breyta eiginleikum lífvera með slíkum aðferðum. Kynblöndum, sérstaklega milli kvæma sem eru úr sitt hvorum heimshlutanum er líka hættuleg. Við verðum að fara varlega í líftækninni þó mesta hættan fyrir heiminn sé að taka hana ekki upp.

 

Heimild: Scientific American október 2009 - Biotech’s Plans to sustain

Agriculture – viðtal við nokkra vísindamenn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mjög svo g fróðleg grein/ekki vissi maður að Lögfræðingar væru svona vísindalega sinnaðir/svona smá grín/ Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.9.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband