13.9.2009 | 13:46
Kreppan er tækifæri
Við getum hugsað okkur að landið sé eins og steinhús sem hefur brunnið. Veggirnir eru heilir en viðirnir brunnir. Veggirnir i þessu tilfelli er grunnur lýðræðis og mannréttinda. Einnig hafa nokkur fyrirtæki haldið velli. Lóðin eða auðlindirnar eru til staðar og fólkið lifði af. Bruninn varð vegna eðlis þess sem brann. Byggjum við upp eins og áður eða leitum við nýs upphafs?
Við höfum kosið fólk sem lofaði nýju upphafi. Það tvístígur við gamlar hugmyndir og nær ekki að fóta sig.
Ef til vill komumst við ekki hjá gömlum lausnum en við megum ekki leggja aðal áherslu á þær. Virkjanir og álver eru vítamínsprauta á meðan byggt er upp en síðan kemur bakslagið. Hluti af kreppunni núna er óráðsía virkjanaáranna. Til slíkra framkvæmda þarf gífurlegt fjármagn, sem ekki liggur á lausu.
Á þessum tímapunkti þurfum við að huga að því sem gefur okkur mesta hamingju, ekki mestan auð. Í hvernig þjóðfélagi viljum við búa. Rannsóknir sýna að hamingjusömustu einstaklingarnir búa í þjóðfélögum þar sem ákveðið öryggi ríkir og jöfnuður. Til þess að slíkt þjóðfélag gangi í heimi samkeppni verða tekjur að vera miklar, ella fara þeir einfaldlega annað sem gjaldgengastir eru á alþjóðlegum vinnumarkaði.
Við viljum hafa þjóðfélag sem nýtir menntun fólks, við viljum að börnin okkar nái að mennta sig á þeim sviðum sem hugur þeirra stendur til og fái störf við hæfi.
Ef við leggjum áherslu á álver og stóriðju drögum við mátt úr sprotafyrirtækjum sem gætu gefið ungu fólki slík tækifæri.
Nú eru vinstri grænir við stjórnvölin. Þeir voru kosnir m.a. vegna áherslu á umhverfismál. Þeirra tækifæri er núna. Nýsköpun á Íslandi gæti verið fólgin í því að efla rannsóknir og nýsköpun á því svið. Hverjir eru orkugjafar framtíðar. Höfum við t.d. rannsakað hvort hér finnist við landið þörungar sem nýtast til olíuframleiðslu? Getum við skoðað betri nýtingu rafmagns svo sem með samnýtingu vindorku, árósavirkjana oþ.l. með rennslisvirkjunum. Getum við minnkað sóun rafmagns í heimahúsum, stofnunum og fyrirtækjum með það að markmiði að hægja á virkjanaframkvæmdum. Hvað borgar sig í þessum efnum. Við höfum heimsþekktan vísindamann á þessu svið og ef til vill fleiri en einn. Notum kreppuna til að gera Ísland betra hreinna og eftirsóknaverðar fyrir Íslendinga og útlendinga sem eyða vilja fríum sínum hér.
Ef vinstri grænir taka sig ekki á í þessum efnum kjósa menn Framsókn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margt satt og gott í þessu Jón/en að þú færir að tala sem V.G. hefði maður ekki trúað/kveðja HALLI GAMLI p/s EKKI ILLA MEINT SAMT
Haraldur Haraldsson, 15.9.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.