Ekkert prump

Þó ég sóði nú umhverfið barasta eins og hver annar, noti plastpoka í Bónus og setji grænmetið ekki á safnhauginn þá blundar í mér svolítill umhverfissinni þ.e. ef ég get fengið eitthvað tæki sem gefur von inn í framtíðina. Ég keypti t.d. einn af fyrstu Príus bílunum (ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni) og nú við seinustu bensínhækkun langaði mig í prumpgasbíl.

Prumpgas eða metan verður til við rotnun og kemur t.d. mikið af því úr afturenda nautpenings og úr sorpurðunarstöðum. Það er mörgum sinnum meiri skaðvaldur í umhverfinu en koltvísýringurinn sem mikið er fárast yfir. 

 Væri nú ekki þjóðráð að breyta einum af bílum okkar hjóna í metanbíl. Ég sá slíkar breytingar auglýstar. Ég hafði séð í útlöndum að gasdunki var komið fyrir í skottinu og fór ekkert mjög mikið fyrir honum. Þá hafði ég gúgglað svolítið og séð útbúnaðinn sem komið var fyrir í bílnum og fannst mér hann ekki geta verið dýr.  

Ég komst að því eftir svolitla leit að Vélamiðstöðin gerði slíkar breytingar á bílum og hringdi í þá. Jú jú það er hægt að breyta Yarisnum þínum í metanbíl - ekkert vandamál - það breytir að vísu útblástri bifreiðarinnar og það er bannað. Skiptir þá engu máli að útblásturinn verður umhverfisvænn. Nei það er sama í hvora áttina breytingin er gerð barast engin breyting. Og hvað kostar þetta svo. Eina milljón sagði maðurinn eftir að hafa látið mig vita að þetta væri allt of dýrt. Ef hins vegar sömu reglur giltu um  breytingar á bílum og innflutning þá ætti þetta ekki að kosta neitt þ.e. ríkissjóður myndi endurgreiða hærri upphæð en sem nemur kostnaði. (Þetta á ef til vill um dýrari bíla en Yaris sem kostaði mig 1,3 milljónir nýr fyrir þremur árum.).

Þetta er fáránlegt. Með því að endurgreiða gjöld af breytingum á eldri bílum í hlutfalli við fyrningu þeirra þá skapaðist atvinna hér á landi, við minnkuðum mengun og spöruðum gjaldeyri. Þetta er svona dæmigerð vinnings vinnings staða.

 Ég vildi stofna baráttuhóp fyrir prumpgasvæðingu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband