Breytingar á stjórnarskrá.

Í stjórnarskrá er eignarrétturinn varinn. Eigum við að afnema hann? Eigum við að afnema ákvæði sem alþjóðlegir mannréttindasamningar hafa að geyma?

Mönnum finnst ef til vill þessar spurningar fáránlegar. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Hitler komst til valda og virti engin mannréttindi, gerði eigur margra upptækar og sendi til slátrunar. Það eru ef til vill ekki líkur á því að við sendum menn í útrýmingarbúðir. Hins vegar getur þjóðin sturlast eins og sú þýska ef fjárhagurinn hrynur. Þeir sem tapað hafa öllu geta gert kröfu um að þeir sem lánsamar eru gefi eftir sínar eigur. Ef nógu margir verða öreiga getur sá hópur e.t.v. breytt stjórnarskránni. Þá eru sterkar raddir um að afnema rétt manna sem stjórnuðu útrásinni án tillits til þess hvort þeir hafi brotið lög eður ei. Jafnvel þó þeir hafi brotið lög eiga þeir rétt samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasamningum sem öðlast hafa lagagildi hér. - Er tilgangur stjórnlagaþings sá að gera auðveldara að breyta stjórnarskránni þannig að slík öfl geti afnumið mannréttindi? Stígum varlega til jarðar. Stjórnarskráin hefur dugað okkur vel. Við skulum ekki kasta henni án umhugsunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband