19.5.2009 | 01:39
Traust
Traust ávinnst á mörgum árum en glatast á einum degi. Lífið okkar byggist á trausti. Við treystum stjórnmálamönnum fyrir sameiginlegri velferð okkar, bönkunum fyrir peningunum okkar, barnaheimilum og skólum fyrir börnunum okkar og heilbrigðisþjónustu fyrir heilsu okkar.
Við leggjum traust okkar á kirkjuna, viðskiptafélaga og -vini, maka okkar, foreldra okkar o.s.fr.
Í græðgisvæðingunni glataðist heiðarleiki þjóðarinnar og traustið með. Það eru ekki eingöngu bankarnir sem töpuð. Allstaðar birtist aukin vantrú. Bankarnir bjóða leiðbeiningar og í hvert sinn sem ég heyri slíka auglýsingu þá kemur upp í hugann að sama fólkið er þar að störfum og áður þegar þeir afvegaleiddu fólk með hagsmuni eiganda í huga en ekki fólksins og létu síðan fólkið greiða þjónustugjöld fyrir.
Heiðarleikinn og traustið sem glataðist er tilfinnanlegri en peningarnir sem fóru í súginn og gerir okkur erfitt fyrir að byggja upp þjóðfélagið að nýju.
Íslendingar eru dugleg þjóð sem vinnur saman þegar í harðbakkan slær. Við gerum það á grundvelli trausts. Getum við sýnt okkar bestu hliðar við þessar aðstæður?
Ég veit ekki hvernig við förum að því - en við verðum að verða heiðarleg að nýju, læra að treyst hvert öðru og þá getum við ætlast til þess að aðrir fari að treysta okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.