5.10.2008 | 15:54
Ótrúleg þjóð
Það ætti aldrei að vanmeta ótrúlega seiglu íslensku þjóðarinnar. Það má ef til vill segja um fleiri þjóðir en þó smæð okkar sé ókostur í þeim hildarleik sem nú ríður yfir er hún að því leiti kostur að við getum þjappað okkur saman og náð utan um mál sem væru allt of viðamikil í risaríkjunum. Hugsið ykkur ef Evrópa tæki sig saman og semdi við lífeyrissjóði, verkalýðsfélög og banka á einu bretti um aðgerðir sem skaða alla en skaða þá þó minna en ef ekkert er gert.
Ég er ekki spámaður og get ekki séð fyrir endann á þessu öllu. Eitt er víst að við komumst í gegnum þetta. Sum okkar lenda í niðurbroti. Ef okkur endist líf til þá verðum við sterkari á eftir og búum að reynslu og þroska.
Ég hef svo sem ekkert sérstakt dálæti á Geir Haarde. Hann hefur örugglega gert mistök þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Hann hefur líka gert góða hluti og það hefði stjórnarandstaðan líka gert ef hún hefði verið við völd.
Ég hef þá trú að hann sé besti maður í að ná þeirri sátt í þjóðfélaginu sem nauðsynleg er. Eiginleikar hans sem honum er álasað fyrir að lofa aldrei meiru en hann getur staðið við, vera poll rólegur þó æsingamenn hrópi á umræðu og aðgerðir og það hvað hann er fastur fyrir um viss atriði en tekur rökum með önnur gerir hann að mjög góðum samningamanni.
Hvar sem við erum í flokki stöndum saman sem þjóð. Stöndum saman með fjölskyldum okkar og vinum. Verum góð hvert við annað og þá mun vel fara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón.
Bara nokkuð sammála þessu ágæta innleggi. Hversu lengi verður að vinna úr þessu er stór spurning, þetta dregur dilk á eftir sér. Svona mikil skuldsetning er gríðarlegt vandamál, sem lengi vel var rætt um að "væri bara einkageirans mál". Margir einstaklingar gera þetta, steypa sér í kreditkorta- og kaupæðisskuldir sem ekki sér fram úr.
Eitthvað róttækt þarf að gera. Fjárfestingar þurfa að vera skynsamlegri og taka þarf fyrir þessi kaup og sölur á innistæðulausum pappírsfyrirtækjum milli vinahópa (mafíu). Held það þurfi allsherjar endurskoðun á því lagaumhverfi sem viðskiptamenn fá þrifist í.
Held líka að það sé hollt að fara ræða hlutina út frá öðrum forsendum en að markaðurinn sé besti vinur okkar og allt það. Líf okkar verður töluvert þynnra við að allt sé fallt og að peningar séu leiðarljósið eða þegar fólk er að tala um hvað einhver auglýsing sé skemmtileg.
Lifðu heill.
Kv. Ólafur
Ólafur Þórðarson, 7.10.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.