2.10.2008 | 17:48
Getur Davíð keypt meira öl?
Ég fór í Glitni í morgun aðeins að huga að peningunum mínum. Ég hafði líka farið þangað í gær. Ég reyndi í bæði skiptin að slá á létta strengi og gátu nokkrir tekið undir það í dag en meitlaður alvöru, jafnvel reiðisvipur var á allra andlitum í gær.
Svona er nú íslenska þjóðin jafnvel á erfiðleikatímum vottar fyrir þeirri bjartsýni að brosa gegnum tárin.
Ein kona sat nærri mér og sagði hún mér frá móður sinni á níræðisaldri sem hefði ávaxtað 20 milljónir í hlutabréfum - já í Glitni.
Siðar um daginn hitti ég konu sem sogað hafði að sér andrúmsloftið á sínum vinnustað. Hún Sighlín fór bara niður í Seðlabanka og fékk afrit af lögunum. Hún segir að það sem hann Davíð er að gera sé alveg ólöglegt. En Magga mín skaut ég inn í Seðlabankinn er ekki að gera neitt. Nú spurði Magga. Ja það er sko ríkisstjórnin sem ætlar að afla lagaheimildar á Alþingi fyrir þessum kaupum en nýtur ráðgjafar frá Seðlabankanum. Er það löglegt? Ef að lögin standast stjórnarskrána og samþykkt endanlega frá Alþingi þá eru þau lög og þannig lögleg.
Vegna þeirrar stefnu sem skilvíslega hefur verið farið eftir seinustu þó nokkuð marga áratugina þá fá menn sem ekkert vita um málefnið æðstu stöður. Seðlabankinn á að annast efnahagsleg málefni sem ég tíunda ekki hér. Þau eru það flókin að öflugustu hagfræðingar ná ekki alltaf réttri lengingu í þeim. Íslendingar ráða menn sem bankastjóra í þeim banka sem hafa álíka mikið vit á þessum málum og meðal kaffihúsagestur. (Sem að vísu eru mjög spakir en yrðu ekki ráðnir.).
Í umræðunni núna eru alls kyns fullyrðingar sem erfitt er fyrir okkur meðalJóninn að greina. Hvað er rétt og hvað er logið.
Stjórnarmenn í Glitni halda því fram að ákveðin ógn hafi verið í sjónmáli og þeir hafi ekki haft tilbúna patent lausn á þeim vanda. Þeir hafi því viljað gera Seðlabankann meðvitaðan um þennan vanda. Viðbrögð Seðlabankans hafi verið að setja þeim afarkosti eða ella að almenningi yrði gerður ljós vandinn. Slíkt myndi þýða að allt sparifé yrði tekið út í einum grænum. Kröfur greiddust ekki jafn hratt og bankinn kæmist í þrot.
Seðlabankastjórar hafa ekki mótmælt þessu beint en sagt að Glitnismenn hafi beinlínis beðið um þrautavaralán. Með miklum hofmóð hafa ráðamenn sagt að þurfi banki á aðstoð að halda sé ekki hægt að semja.
Við getum eflaust aldrei vitað hvað var rétt í þessu efni.
Við berum okkur saman við erlend ríki. Þar er sagt að aðeins þegar tap hefur verið á rekstrinum sé beitt þjóðnýtingu en ekki hjá stöndugum banka sem á eigið fé langt yfir lágmörk.
Aðal spurningin sem ég legg fyrir bloggheim. Hvort er meiri áhætta að lána fyrirtæki peninga gegn veði eða leggja hlutafé í félagið? Ég hef alltaf haldið að þeir sem legðu fram hlutafé kæmu aftast í skuldaröðina þegar að gjaldþroti kæmi en sá sem ætti veð fengi þann forgang sem veðsamningur segði til um?
Ef svo er hvernig er hægt að halda því fram að hagsmunir ríkisins séu best tryggðir með hlutafé.
Ef hins vegar mjög mikill hagnaður verður af eignarhlutnum getur komið til álita hvort ríkisstjórnin hefur ekki beitt misbeitingu, brotið meðalhófsreglu með aðgerðinni. Jafnvel þó aðgerðin verði gerð lögmæt með lagasetningu gæti hún strítt gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár vegna þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd.
Ég hef ekki séð gild rök gegn þeirri fullyrðingu að aðgerðin geti haft gífurleg dómínó áhrif í bankakerfinu og fjármálalífinu.
Ef vitleysan er eins mikil og ég gef hér með í skyn þá er spurning er hún vegna þess að seðlabankastjóri hefur ekki hundsvit á því sem hann er að gera eða er hann að fórna þjóðinni fyrir hefnd sína?
Við stöndum frami fyrir slíkum vanda að hofmóður á ekki við. Ef ráðamenn geta samið við eigendur stöndugs félags eins og Glitni sem hefur lent í lausafjárkrísu vegna mjög óvanalegrar stöðu heimsviðskipta um lausn á vandanum þá er hagsmunum almennings best borgið að það sé reynt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein !!!,maður leggur þetta einnig til svara,af hverju ekki að bjarga bankanum um pening!???!!!það var lítil áhætta/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 2.10.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.