Lögum til þegar kreppunni linnir.

Svartsýnir ríkir en meðal hagfræðinga um þróun markaðarins. Markaðshyggjan hefur verið látin víkja fyrir opinberum afskiptum, þjóðnýtingu og þjöppun eininga í stórar samkeppnishindrandi blokkir.

Við sem eru eldri en tvævetur vitum að stundum gera þeir mistök eins og allir aðrir og maður vonar barasta að þessar aðgerðir sem nú eru gerðar séu ekki eins slík.

 Einn mesti gúrú heimsins í þessum efnum hann Greenspan fyrrum seðlabankastjóri USA sagði að kreppur sem þessar kæmu um það bil einu sinni á öld. Hvers vegna? Er þetta nauðsynlegt?

Einhvers staðar hef ég það (Líklega úr mogganum) að í góðæri gerðust menn sífellt áræðnari í viðskiptum sínum í sókn eftir gróða. Það er verðbólga í ávöxtunarkröfunni. Menn krefjast alltaf meiri og meir ávöxtunar og hárri ávöxtun fylgir meiri áhætta. Þegar kreppan kemur svo hangir allt efnahagslífið á bláþræði. Íslensku ofurmennin sem hampað var og þjóðin sagði að væru vel af 400 milljóna árslaunum komnir veðsettu íslensku þjóðina þannig að nú blasir við sá möguleiki ef allt fer á versta veg að þjóðin verði gerð upp. Ef til vill komum við þá sem beiningarmenn í Evrópusambandið og byggjum þaðan ölmusur gjaldþrota batterís.

Ég bið og vona að það fari ekki svo. Ég er ekki hlynntur ríkisafskiptum en regluverkið verður að vera þannig að menn geti notið frelsisins án þess að veðsetja alla þjóðina. Það má til dæmis gera með því að hreinsa til eignatengsl. Við þurfum að koma því þannig fyrir að bankarnir séu það sjálfstæðir að þeir felli ekki hver annan. Við þurfum að leita leiða til þess að sjálfstæði þjóðarinnar verði ekki veðsett fyrir skyndigróða einstaklinga en halda samt frelsi þeirra til athafna. Við getum hugað að því þegar kreppunni linnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein henni sammála að flestu/svona finnst manni þú hafa lög að mæla!!!!/ Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.9.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband