20.8.2008 | 00:41
Sparðatíningur
Maður er sko alveg dolfallinn sagði vinur minn við mig þegar við ræddum um borgarstjórnina. Það er í raun það eina sem ég get sagt um hana. Nýi borgarstjórinn er enginn vælukjói kemur ákveðin og skelegg fyrir. Það þarf kraftaverk til þess að ná þriðja hverjum kjósanda á sitt band eftir slíkar kollsteypur eins og hún hefur gert.
Það er ömurlegt að fylgjast með fráfarandi borgarstjóra velta sér upp úr trúnaðarskjölum. Eini heiðarlegi borgarfulltrúinn - eins og hann auglýsti sig - er fallinn.
Hvað finnst ykkur um opnun dagbóka Matthíasar ritstjóra fyrrverandi. Sögulega merkilegt - enginn trúnaður eftir 30 ár. Ég hef ekki verið hrifinn af því að kjósa gamlan komma með sóðakjaft sem forseta - en er rétt að velta sér upp úr fortíð hans fyrst þjóðin hefur fyrirgefið honum. Þó Svafar Gests hafi gasprað eitthvað í harðann andstæðing sinn í pólitík, til þess að ná sér niðri á samherja þá er ég ekki viss um að það hafi mikla sögulega þýðingu nú. Sérstaklega þegar þetta var tveggja manna tal. Eina sem þetta sýnir er kjaftagang yfir kaffibollum áður en menn fengu útrás hér á blogginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitt og vonum það besta /ekki geturða versnað/er það???Enn fyrrv.borgarstjóri er komin í djúpan skít/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 21.8.2008 kl. 13:54
Hvað hafði Hanna Birna unnið sér til traust þegar hún reif fylgi D listans upp um þriðjung? Það eina sem ég man er að hún "sagðist hafa heyrt á skotspónum" einhverjar sögur af greddu Ólafs F. á öldurhúsum að kvöldlagi!
Til í allt án Villa!
Mikið óskaplega biðja kjósendur,- einkum þó kjósendur D listans nú um lítið.
En það vissum við nú reyndar fyrir.
Árni Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.