Háin þrjú

Bandaríkjamenn er duglegir við að finna skemmtilegar skammstafanir. Ég var staddur í barnaafmæli í eftirmiðdag. Fyrst skiptist fullorðna fólkið í karla og konur. Þegar flokkurinn var byrjaður að þynnast karlamegin færði ég mig yfir til kvennanna og var umræðuefnið megrun. Skoðanir voru jafn skiptar í því umræðuefni og í pólitíkinni í Reykjavík þó enginn hafi verið "tekinn í beinni" eins og þar.

 Ein kvennanna hafði staðið sig vel í danska kúrnum, önnur hafði gefið alla kúra upp á bátinn og vildi bara vera frjálslega vaxin og njóta þess. Þriðja ætlaði að byrja bráðum í megrun "en nú eru að koma jólin bætti hún við áhyggjufull. "

Ég er nú þannig að ég vil alltaf hafa mikið vit á umræðuefninu og þegar ég komst að eftir nokkrar tilraunir nefndi ég mikilvægi, heilbrigðs matarvals, hófsemi og hreyfingar. Það sló mig ekki fyrir en eftir á hvað þetta var flott upp á amerísku. Háin þrjú. Það er allt sem þarf. Sú frjálslega vaxna minntist á anorexíusjúklinga. Megrunaráráttan er sjúkleg sagði hún.

Mér var hugsað til þess að tveir hópar sérfræðinga tali hvor í sína áttina í megrunarmálum. Annar nálgast málið frá sjónarmiðum sýningarstúlkuna núverandi og þeirra sem stefna á slíkt og megra sig þar til megrunin verður sjúkleg. Hinn hópurinn horfir á ungt fólk sem vegur alltaf meir og meir með hverju árinu sem líður.

Ég hafði upphaflega miðað hófsemi í Háunum þremur við hófsemi í neyslu. Líklega er mikilvægast að hafa hófsemina í megruninn líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband