12.8.2008 | 00:30
Verndun ofbeldismanna
Sérhver maður hefur réttindi - mannréttindi sem ekki verða frá honum tekin. Eða hvað?
Við sviptum menn frelsi ef þeir hafa brotið af sér og og beitum sektum þ.e. tökum hluta eigna þeirra.
Hluti mannréttinda verða þannig tekin af þeim brotlega, en því aðeins að hann fyrirgeri þeim með hegðun sinni.
Árni Johnsen gerðist brotlegur við lög. Eftir að hann hafði tekið út sína refsingu fékk hann ekki réttindi sín aftur, Það fær Jón Ásgeir ekki heldur. Öðrum var að vísu veitt uppreisn æru en hinum ekki og getur Jón því ekki stjórnað eigin fyrirtækjum.
Báðir þessir menn hafa framið brot sem varða peninga. Verðmætin sem um er fjallað hafa ekki haft áhrif á líf og heilsu einstaklinga.
Maður er sagður hafa misþyrmt konu sinni lengi, nauðgað henni ítrekað og fengið aðra til þess sama. Þessi kona þarf að búa við ógn af honum áfram. Ef þau hefðu heimili saman yrði konan svipt heimilinu en ekki hann. Hans réttur er friðhelgur. Hæstiréttur dæmdi að skilyrði nálgunarbanns væru ekki fyrir hendi. Konan þarf að þola návist kvalara síns. Slíkur kvalar drap konu sína fyrir stuttu. Ógnin af honum sviptir hana allri gleði af því að lifa lífinu.
Er þetta það sem mannréttindi snúast um?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Athugasemdir
Þó furðulegt sé virðist svo vera. Ég er ekki lögfróður maður eins og þú Jón, en ég fæ ekki betur séð en að samkvæmt Íslensku réttarkerfi sé það meiri glæpur að misnota fé en fólk. Dæmin sem þú sýnir sanna það, Jón Ásgeir er í raun settur í nálgunarbann við peningana sína, en sá sem misþyrmdi konunni sinni má nálgast hana að vild. Þetta er furðulegt.
Helgi Jónsson, 17.8.2008 kl. 00:44
Þetta er hálf hrollvekjandi samlíking, sem ég vona að sem flestir lesi og skilji. Sorgleg staðreynd um siðmenningu okkar og siðferði nú á dögum. Það er greinilega mikilvægt að siðvæða réttarkerfið hjá okkur. Lög eru mikilvæg en siðferðið er ævinlega grunnurinn sem allt réttlæti byggist á.
Með kveðju, G. J.
Guðbjörn Jónsson, 17.8.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.