Íslenska lífeyriskerfið

Þegar verðbólgan varð sem mest, fyrir verðtryggingu fjár áttum við Íslendingar ekkert lausafé. Við festum allt fé í steinsteypu hraðar en við öfluðum þess.

Síðan kom verðtrygging, verðbólga minnkaði og hlutabréfamarkaðir opnuðust. Almenningur gat farið að eiga lausafé, hlutabréf  og aðrar slíkar eignir.

 Þegar verðtrygging komst á og ávöxtunarmöguleikar urðu fleiri var komin jarðvegur fyrir lífeyriskerfi svipað og opinberum starfsmönnum var boðið upp á.

 Nú er sagt að íslenska þjóðin eigi jafn mikið á mann í lífeyriskerfinu og Norðmenn eiga í olíusjóðnum en eins og margir vita hafa þeir ekki tímt að eyða eyri af öllum olíugróðanum.

Þó ég telji að allt þetta hafi orðið til þess að við erum rík þjóð núna þá er ekki þar með sagt að kerfið sé gallalaust.

 Allir menn eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð. Flestir hafa lítið um það að segja hvaða sjóð þeir greiði í og enn síður hvernig honum er stjórnað.

 Á þessum óvissu tímum veltir maður því fyrir sér hvort a.m.k. sumir sjóðir hafi ekki tapað á fjárfestingum sínum. Geta þeir þá staðið við skuldbindingar sínar.

Ef ríkið hefur sett í lög að einstaklingar eigi að greiða í sjóð og aðeins sumir fái peninga sína til baka og  Þessi skipting á því hverjir fái og hverjir ekki ræðst ekki af málefnalegum rökum heldur tilviljunum eða atriðum sem viðkomandi hefur ekki vald á þá stríðir það á móti jafnræðisreglu stjórnarskrár að mínu mati.

 Er ríkið sem setti lögin ábyrgt fyrir því að menn fái það sem þeir greiddu fyrir?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar vangaveltur hjá pistilshöfundi og tímabærar. Sú trygging, sem ríkissjóður hefur sett í lögum um lífeyrissjóði, sem reyndar er ótrúlega stutt síðan að voru sett, er virkt eftirlit frá Fjármálaeftirlitinu. Þar eru m.a. gerðar kröfur til þess að hver lífeyrissjóður setji sér ávöxtunarmarkmið fyrir hvert ár, og þar verður að vera tiltekin áhættudreifing til staðar, bæði hvað varðar gerð ávöxtunarleiða, að hve miklu leyti þær séu erlendar og hve miklu innlendar, hlutfall almennra skuldabréfa, skuldabréfa sjóðfélaga, ríkisskuldabréfa, skuldabréfa fyrirtækja hlutabréfa, og svo framvegis. Í lögunum sjálfum er þetta rammað inn, en FME útfærir það nánar í starfsreglum sínum. Ef stjórn einhvers lífeyrissjóðs tekur ákvörðun um það innan þess árs, sem áætlunin gildir fyrir, þá þarf hún að fá samþykki FME fyrir slíku og rökstyðja ástæður. - Það er auðvitað svo, að lífeyrssjóðir geta ekki frekar en aðrir, orðið algjörlega stikkfrí frá alþjóðlegum fjármálakrísum, slíkt öryggiskerfi er einfaldlega ekki til. Hinsvegar hin lögbundna, blandaða samsetning fjárfestinga lífeyrissjóðanna nokkuð góður kostur til að lágmarka áhættu þeirra. Lífeyrissjóðunum hefur fækkað mikið á síðustu árum og þeim á örugglega enn eftir að fækka. Hinsvegar hefur hinn almenni sjóðfélagi miklu meiri möguleika á að taka þátt í stefnumótun þeirra en hann gerir sér grein fyrir, málið er því miður einfaldlega það, að fæstir telja sig hafa tíma eða möguleika á því að sækja fundi þeirra og annan vettvang sem starfi þeirra tengist, svo sem stéttarfélögum.

Gói (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Já það þurfti pípara til að benda lögfræðingnum á að lífeyrislögin stæðust ekki :)

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.8.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Varðandi síðari athugasemdina er það að segja að þó piparinn vilji eigna sér þess hugmynd mína þá kom hún fyrst fram nokkkru eftir að starsmenn ríkisbanka urðu starfsmenn einkabanka og þar með einstaklingur sem ég þekki. Viðkomandi vann að starfsmannamálum á sínum vinnustað og gætti hagsmuna sinna samstarfsmanna. Í samningum við breytinguna hafði Landsbankinn tekið að sér ávöxtun sjóðsins og gert það svo illa að sjóðurinn gat þurft að skerða réttindi. Það hefði nægt að ávaxta féið í ríkisskuldabréfum til að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar.  Þetta var löngu áður en ég vissi að piparinn væri til.

Ég þakka fyrri athugasemdina - Ég vissi um reglur um áhættudreifingu og eftirlit FM. Ég hef hins vegar ekki þekkingu á því hversu virkt eftirlitið er.  Varðandi áhrif einstakra sjóðfélaga þá er eitt bókstafur og annað raun. Samvinnufélagaveldið átti að vera lýðræðislegt. Það óx langt yfir það sem einstakur félagsmaður gat haft áhrif á. Félagsmenn í litlu kaupfélagi útí á landi gátu ef til vill mætt á fundi og sagt sitt. Hvað gat almennur félagsmaður hins vegar í KEA, ég tala nú ekki um Sambandinu.  Almennur félagsmaður er ekki boðaður á fundi, ekki fer fram almenn opin kosning og þekking almennings á rekstri lífeyrissjóða að í reynd svo lítil að hann getur ekki haft áhrif.   

Jón Sigurgeirsson , 11.8.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband