5.8.2008 | 00:16
Skipulagsleysi
Ég ætlaði einu sinni að verða arkitekt og fór í undirbúningsnám í skóla sem einu sinni var til og hét Myndlista- handíðaskóli Íslands. (Nú er búið að færa allt slíkt upp á háskólastig). Í náminu sáum við undirbúning að skipulagi í erlendri borg á stærð við Reykjavík. Heil bók fjallaði um undirbúningsrannsóknir. Fjallað var um varðveislugildi einstakra húsa veðurlag á einstökum punktum ásamt mati á því hvernig byggðin hefði áhrif á það. Þá var tíundað hvar væri áhugavert útsýni og annað eftir því. Þegar allt var svo klappað og klárt var málið kynnt almenningi sem lagði sitt af mörkum. Endanlega var samþykkt skipulag sem flestir gátu verið sammála um.
Mér datt þetta svona í hug vegna umræðunnar um Listaháskóla. Hvaða rannsóknir, hvaða þá heldur sátt lá fyrir þegar hverfið var skipulagt og af hverju velkjast menn í vafa um hvað má.
Ef grunnurinn er ekki góður koma svona deilur upp. Embættismenn þurfa í sífellu að gefa eftir breyta skipulaginu. Við þurfum að taka ákvörðun um það í eitt skipti fyrir öll hvernig við ætlum að hafa Laugaveginn og yfirvöld verða að vera bundin við þá ákvörðun. Það getur verið gott eða slæmt að hafa listaháskólann á þeim stað og eftir þeim hugmyndum sem stjórnendur hans vilja. Ég hef ekki kynnt mér tillögurnar nægjanlega vel til að mynda mér skoðun á því. Ég tel að það sé óþolandi að hafa einhvern hringlandahátt í skipulagsmálum. Þegar stórt hús er reist við hlið annars smærra hefur það áhrif á útlit þess síðarnefnda, notkunarmöguleika og söluverð. Annars vegar verður Reykjavík að þróast með breyttu þjóðfélagi og hins vegar verðum við að varðveita söguna. Við þurfum að ákveða hverju við fórnum og hvað við varðveitum löngu áður en þrýstingur kemur vegna einstakra bygginga. Það er óþolandi að byggingar sem hafa mikið varðveislugildi séu ekki verndaðar.
Þær byggingar sem hafa varðveislugildi og eru friðaðar eiga ekki að njóta slíkrar friðunar á kostnað eigenda sinna. Ef almenningur vill ráðskast með eignir einstaklinga verður að greiða einstaklingnum bætur fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyrt hef ég að sigurvegarinn riti stríðsöguna og er sennilega rétt.
Ég segi að þeir menn sem eru bestir í að gera ekki neitt í vinnunni og hafa einhverjavegna fengið það embætti að segja almenning hvernig útlit miðbæjarins á að vera og því miður ráða því.
Þessir menn hafa fengið almenna starfsheitið sem er " opinber starfsmaður " sem er oftast nefnt í neikvæðri merkingu.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 5.8.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.