Embættismannakerfið

Það eru margir sem álíta að embættismenn hafi völd - sem er í rauninni mesti misskilningur. Það er þjóðin sem hefur völdin - fólkið, þú og ég. Þetta var grunn hugsun í frönsku byltingunni. Þetta felst síðan  í orðinu lýðræði eins og það er skilið á vesturlöndum og þar með stjórnarskrárbundið á Íslandi.

Embættiskerfi eru hins vegar óumbreytanleg. Ég var einu sinni að hæla mér fyrir breytingu sem ég stóð fyrir innan embættis sem ég vann við. Í stað þess að fá hól frá áheyrandanum sem ég bjóst við þá hældi hann yfirmanni mínum að hafa látið mig komast upp með að færa hlutina til betri vegar. Íslenska embættiskerfið var sjálfstæð eind  á fyrri öldum vegna fjarlægðar frá einvalda konungi. Það gat því framfylgt valdi hans án þess að vita hver vilji hans var frá degi til dags. Þ.e. það tók sér einveldisvald.. Þetta hefur ekkert breyst. Nýir einstaklingar fá yfirmannsstöður þegar búið er að berja þetta í þá.

 Ég hef svo sem ritað um þetta áður og það í blöðin. Ég sagði einu sinni í grein að fá lög væru meira brotin en stjórnsýslulögin nema ef til vill skattalögin. Þessa setningu fannst Umboðsmanni Alþingis rétt að vitna til í einni ársskýrslu sinni.

 Embættismaður er sem sagt þjónn almennings. Hann á ekki að gera neitt annað en það sem þjónar þessu hlutverki. Í því felst tvennt.

a) Þjóna einstaklingum,

b) þjóna heildinni.

 Það er ljóst að maður sem þjóðin felur að innheimta opinber gjöld getur ekki þjónað einstaklingi þannig að hann sleppi við að greiða þessi gjöld. Þar kemur m.a. önnur grunnhugsun lýðræðisins þe. að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum.

Þjóðin vill fá sanngjarna meðferð hjá yfirvöldum. Um það hafa verið sett lög - stjórnsýslulög. Þegar embættismaður framfylgir vilja heildarinnar og jafnréttis og innheimtir opinber gjöld má hann ekki beita aðferðum sem almenningi hugnast ekki. Hver einstaklingur hefur rétt á réttlátri meðferð.

Í jafnréttisreglu stjórnarskrár felst m.a. að einstaklingur á að hafa sömu stöðu og ríkið í þeirra deilum. Menn sjá að þetta er erfitt. Embættismaðurinn er með yfirburðar þekkingu en einstaklingurinn verður að kaupa sér dýra sérfræðiaðstoð sem hann fær ekki endurgreidda þó ríkið beiti hann órétti. Í stað þess að ríkið greiði fyrir lögfræðiaðstoð til handa þeim sem deilir við ríkið eins og er í sakamálum er lögð sú skylda á embættismanninn að veita ráðgjöf til handa einstaklingnum.

Þetta gengi í hinum fullkomna heimi. Hér á landi er stór hluti embættismanna sem tekur ekki hlutverk sitt sem þjónar einstaklinga alvarlega en sýnir "vald sitt" í hinu hlutverkinu. Einstaklingurinn er borinn ofurliði fyrir embættiskerfinu.

 Nýlegasta dæmið sem ég hef er viðskipti við Tollstjórann í Reykjavík.

 Lítið en vel rekið fyrirtæki hefur staðið í innflutningi um áraraðir samhliða ákveðinni þjónustu sem það hefur með höndum. Alltaf er sama tegund flutt inn ein tegund vöru eingöngu. Á árinu 2002 kom fyrirspurn um vöruna frá endurskoðunardeild tollstjóra. Allar upplýsingar voru sendar og var málið fellt niður. Þessi fyrirspurn var endurtekin síðar og aftur var ekkert gert í málinu. Á árinu 2008 var enn send fyrirspurn - upplýsingar sendar eins og venjulega. Nú brá svo við að embættismennirnir höfðu skipt um skoðun. Þeir úrskurðuðu að varan hefði verið vitlaust tollflokkuð allan tíman og fyrirtækinu bæri að greiða gífurlega háa upphæð ásamt dráttarvöxtum sex ár aftur í tíman. Með þessum úrskurði fylgdi svokallaður rökstuðningur. Ég er sérmenntaður í að túlka texta og skyldi hann ekki hvað þá að þetta hafi þjónað leiðbeiningarhlutverki embættismanna.  Ekki létu embættismennirnir þar við sitja. Þeir sögðu að fyrirtækið væri svipt öllum rétti þ.e. tollkrít o.þ.l. ef það greiddi ekki innan örfárra daga. Það þýðir að jafnvel þó úrskurðurinn sé rangur gæti fyrirtækið farið í gjaldþrot vegna þess að hafa ekki handbært fé til að greiða þessa skuld.

 Ég sé ekki annað heldur en fyrirtækið hafi valið réttan tollflokk og úrskurðurinn sé rangur. Jafnvel þó valinn hafi verið rangur tollflokkur hjá fyrirtækinu þá var það ekki gert af ásetningi - tollflokkun er flókið fyrirbrigði. Með því að taka málið til skoðunar á árinu 2002 og gera ekki athugasemdir samþykkti tollstjórinn hana. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að brjóta niður fyrirtæki með þessum aðferðum. Fyrirtækið hefði sett þessa viðbót inn í verð seldra eininga ef það hefði vitað um hana. Ekki var leiðbeint um að hægt væri að semja um greiðsluna.  

 Ef þetta væru ein mistök hjá Tollstjóra væri þetta afsakanlegt. Ég vinn ekki sem lögmaður. Ég vinna aðeins nokkur mál fyrir vini mína. Ég hef þó fengið annað mál svipað áður við tollstjórann og vann það fyrir úrskurðarnefnd þar sem ég reifaði þau sjónarmið sem hér eru fram sett.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er góð saga en þó jafnframt vond saga. Hún er góð um það efni að sýna hversu hrokinn og óbilgirnin hafa fengið mikil völd hjá svonefndum embættum. En sagan er vond og ljót um varnarleysi þess sem órétti er beittur. Það sýnist einboðið að misskilning sé hægt að leiðrétta án þess að beita því harðræði að tortíma fórnarlambinu.

Við erum áreiðanlega fá sem höfum sloppið við að takast á við kontóristana sem hafa hvorki augu né eyru þegar leitað er skýringa eða skilnings á erindi. Við okkur blasir tómt andlit með teiknuð augu undir ennisbrúnum og svörin virðast koma frá biluðum símsvara, einhvers konar aukahlut við tölvuna.

Hversu há ætli samtala þeirra upphæða sé sem innheimtar eru daglega án tilskildra heimilda? Og fólk annaðhvort nennir ekki að gera veður út af eða hreinlega kemur ekki auga á.

Mikið óskaplega er þetta orðið heimskt samfélag.

Árni Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

110% sammála og flott grein.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.8.2008 kl. 05:46

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er góð grein og orð i tíma töluð/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.8.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

P/S eg gleymdi einu/"Engin verður óbarin Biskup" sami/Gamli

Haraldur Haraldsson, 4.8.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg mynnist lika þessa daga þegar Bifreiðaeftirlitið/Tollsjóri og Skattstofan voru þarna í tölum þeirra verstu og eru  bara2 þeirra það ennþá/Eg þurfti oft vinnu minnar vegna að fara til Tollstjóra og biðja um forgang vantaði hráefni i málninguna,en ef maður sagði eitthvað sem þeim líkaði  ekki var þetta sett i skúffu og komdu í næstu viku/þetta vöru völd sem þeir misnotuðu og gera kannski ennþá/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.8.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband