Baggalútssmellur.

Baggalútur er skemmtileg hljómsveit. Allt benti til þess að hún væri búin að gera einn góðan smell í viðbót þegar menn tóku sig saman og fóru að mótmæla.

 

Í texta lagsins kom fram hvatning til að notfæra sér drukknar konur.

 

Baggalútsmenn skildu ekkert í gagnrýninni. Hefur það að notfæra sér drukknar konur eitthvað með nauðgun að gera.

 

Ég var að lesa grein í blaðinu MIND sem Scientific American gefur út. Þar eru birtar rannsóknir á hvernig heilinn vinnur.  Til að ráða við flókið umhverfi okkar án þess hreinlega að brenna yfir býr hann sér til mynstur sem hann notar til að fylla út í eyður. Við leggjum þannig á minni okkar ákveðin sérkenni og annað er tekið úr staðalmyndinni. Við teljum að jafnaði að himinninn sé blár nema við sólarlag og sólarupprás. Þegar við skoðum hann vel er hann gulur og grænn á stundum. Það sem kemur oft fyrir verður eins konar staðalmynd – Við getum sett fram nokkrar línur og punkta og við sjáum út úr því andlit. Heilinn fyllir það sem upp á vantar.

 

Á hverri þjóðhátíð í eyjum er talað um nauðganir á konum sem gátu ekki varið sig vegna ölvunar. Mjög margir fylla þannig í eyðuna þegar nefnt er að notfæra sér ölvunarástand að átt sé við að nauðga. Þannig vinnur heilinn. Jafnvel þó skynsemin grípi í taumana millisekúndu eftir að viðkomandi heyrir textann og maður verði nánast aldrei var við þessa hugmynd sem hugsun þá er henni plantað í heilann. Í ölvunarástandi getur það haft áhrif á hegðun a.m.k. einhverra.

 

Jafnvel þó ekki sé nauðgað finnst mér óhæfa að notfæra sér ölvunarástand manneskju til að fá hana til að gera eitthvað fyrir þann sem leitar eftir því, sem drukkni einstaklingurinn myndi ekki gera alls gáð.

 

Texti Baggalúts er þannig algjör óhæfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hárrétt hjá þér.

Þóra Guðmundsdóttir, 1.8.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband