Tvíeggjað (s)verð

Ég hef haldið því fram að húsnæðislánakreppan í Bandaríkjunum sé ekki orsök kreppunnar sem nú er í heiminum heldur sé húsnæðiskreppan eins og  kanarífuglinn sem deyr til að vara við hættum. Af fyrri reynslu af miklum olíuverðshækkunum held ég að hækkunin sem orðið hefur á olíu sé orsökin kreppunnar.

  Heimskreppa er hryllileg. Hún hefur áhrif á okkur sem búum í auðugum ríkjum en drepur hina sem í fátækari löndum búa. Þó hækkun matvælaverðs sé ef til vill að hluta af öðrum orsökum svo sem að menn breyti matvælum í eldsneyti þá eykur aukinn kostnaður við öflun matvæla og flutning vegna olíuverðsins á vandann.

 Jafnvel þó kreppan reynist heiminum erfið þá hefur hún nokkuð jákvætt í för með sér. Líkur eru á því að hún hraði leit að öðrum orkugjöfum og auki sparnað. Magnið sem mannkynið notar af olíu á degi hverjum er geigvænlegt. Það er ekki spurning hvort olían gengur til þurrðar heldur hvenær. Ef ekki er ýtt við okkur áður með kreppu sem þessari verðum við ekki undirbúin þegar þurrðin verður raunveruleg. 

 Hvað þarf kreppan að standa lengi til að hafa næg áhrif og hvað deyja margir af hennar völdum á meðan? 
mbl.is Pattstaða á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband