30.7.2008 | 19:36
Viðtalið við Bubbi
Sigga kona mín var að lesa Moggann einn morgun eins og oft áður og ég var að lepja í mig morgunmatinn og sokkinn niður í Fréttablaðið og byrjaði Sigga að lesa. Það var úr viðtali við Bubba.
Ég er ekkert hrifinn að því að vera truflaður við svo merka iðju eins og að lesa blöðin en lagði við hlustirnar. Ég hef vitað að Bubbi væri hæfileikaríkur en ekki að hann væri með þá jarðbundnu skynsemi sem kom fram í viðtalinu. Hann skaut á Björk föstum skotum með því að segja að við núverandi aðstæður væru annars vegar á vogarskálunum lífsviðurværi fátækra og náttúrfyrirbrigði hinum megin. Hann sagðist að vísu ekki vera talsmaður þess að fórna náttúrunni en það væri óábyrgt að tala einhliða fyrir náttúruvernd án þess að skoða hina hlið peningsins.
Íslenska þjóðin á bjarta framtíð. Líkur er á því að mikil náttúruauðæfi verði unnin í nágrenni við okkur svo sem á Grænlandi og í hafinu milli Íslands og Jan Mæen. Líkur eru á því að ýmis þjónusta verði keypt af okkur í því sambandi og jafnvægi í byggð verði gömul lumma. Ekki eru líkur á öðru en iðnaður og fiskveiðar haldi áfram að gefa okkur tekjur ásamt þekkingariðnaði. Framleiðslugeta Íslendinga er mikil. Við erum þó að ganga í gegnum erfiða tíma. Á meðan við gerum það þurfum við að fórna ýmsu til að missa ekki hæfileikaríkt fólk úr landi og fjölskyldur lendi ekki á vonarvöl.Leitum allra leiða að koma okkur út úr kreppunni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg þetta annaðhvort eða. Bubbi er sjálfsagt ágætur og ég hef ekki lesið það sem hann hefur verið að segja, en mér finnast þessi skot á Björk og Sigur Rós fáránleg. Þau vilja vernda náttúruna. Þau um það. Ef hann vill vekja athygli á kjörum þeirra sem minna mega sín, er hann í fullkomri aðstöðu til þess. Í staðinn fyrir að nöldra yfir hvað þau eru að gera ætti hann að berjast fyrir betri kjörum, setja upp hljómleika, fara í göngur, virkja fólkið. Hann er getur það, en eyðir tímanum í að væla yfir einhverjum hljómleikum. Væla yfir framtaki annarra meðan hann gerir ekkert.
Eins og ég segi hef ég ekki lesið orð hans beint og vona að ég sé að fá illa umorðaðar fréttir af hans orðum, en sé svo ekki, skora ég á hann að gera eitthvað ennþá flottara en B/SR gerðu. Er hann flottasti rokkari Íslands eða miðaldra væluskjóða? Hans er valið.
Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 19:49
Þessi Villa villa er mjög algeng.
Jón Sigurgeirsson , 31.7.2008 kl. 00:53
Hvaða villa?
Villi Asgeirsson, 31.7.2008 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.