Rusl

 

Þegar ég var barn varð ég hugsi yfir því hvaða pláss kirkjugarðar tækju - Mér fannst þetta stefna í óefni. Pabbi leiðrétti mig og sagði að kirkjugarðar væru ekki eilífir. Eftir ákveðinn tíma fengju þeir hvíld - hætt væri að jarða í þá og síðan eftir enn lengri tíma fengju þeir hlutverk almenningsgarðs. Krossar væru teknir, jörð jöfnuð og ef til vill gerðir minnisvarðar um þá sem merkastir voru og þar hvíla. Ég gat sætt mig við þetta.

Í gær var þáttur í sjónvarpinu um fótspor mannsins. Þar var sýnt hvað meðalmaður í Bretlandi skilur eftir sig og farið yfir það hvað mörg ár náttúran er að brjóta efnin niður.  Fyrst skiljum við eftir óhemju magn af bleyjum og síðan koma allar einnota umbúðirnar úr tregeyðanlegu plasti. Eftir þessu að dæma er plássið í kirkjugarði hjóm eitt. Hvert eitt og einasta okkar skiljum eftir okkur vörubílahlössin af úrgangi sem verður óbreyttur í urðunarstöðum eftir mörg hundruð ár. Við erum að velta því fyrir okkur hvað komandi kynslóðir segja við því að við reisum einhver orkuver. Allar virkjanir fölna í samanburði við úrganginn okkar.

Ef við tökum á sorpvandamálum af myndarskap - leitum fleiri leiða til að auka endurnýtingu og draga úr umbúðanotkun, setum pening í það að breyta hugsun fólks og skapa aðstöðu til að auðvelda fólki umhverfisvernd þá vinnu við ekki eingöngu að hag komandi kynslóða. Við styrkjum ímynd landsins sem hreins og ósnortins lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við öll á heimavelli og eigum að taka okkur á og það strax,Við  Ella mín erum  búin að sortéra  rusl lengi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.7.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband