28.7.2008 | 16:28
Aðgerðarlaus ríkisstjórn
Í erfiðu árferði heimta allir að eitthvað sé gert. Fæstir vita hvað á að gera en söngurinn er orðinn að síbylju um aðgerðar og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Þetta væri svo sem gott og blessað ef menn vissu hvað ætti að gera. Safna gjaldeyrisforða segja sumir. Þeir sem tala hæst um það vita líklega ekki af hverju á að safna upp gjaldeyrisforða þegar ástandið er þannig að aldrei hefur verið óhagstæðara að gera slíkt. Fara í framkvæmdir segja aðrir og þriðju vilja ráðast í álver.
Ég átta mig ekki alveg á hvaða hagfræðileg áhrif gjaldeyrisforði hefur við þau skilyrði sem nú eru í þjóðfélaginu, enda þótt ég hafi tekið smá kúrs í háskóla í viðskipta og rekstrarfræðum er ég ekki hagfræðingur. Ég verð þá að notast við fréttaviðtöl við mér vitrari menn sem hafa aðallega talað um að gjaldeyrisforðann eigi að nota til að tryggja fjárstreymi hjá bönkunum þ.e. að þeir lendi ekki í því að þeir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna þess að þeir hafi ekki handbært fé og fá slíkt ekki lánað þó þeir eigi eignir langt umfram skuldir.
Ýmis áhrif af þessari aðgerð eru örugglega eins fyrirsjáanleg og veðrið. Spámenn geta ályktað um það út frá reynslu þekkingu og mælingum en ekki sagt með vissu hvernig það verður. Það er augljóst að það að hjálpa bönkum kemur miklu fleirum til góða en þeim sem rakað hafa saman fé á þeim undanfarinn áratug. Mér finnst þó á þeim sem ég tala við að það sé ekki hafið yfir gagnrýni að nota peninga lítilmagnans til að bjarga þeim ríku.
Kostnaður af gengisáhættu og vöxtum af þeim gjaldeyrisforða sem hefði áhrif er gífurlegur.
Bankarnir segjast ekki vera á heljarþröminni nú og því eðlilegt að ríkisstjórnin dragi það eins og hægt er að taka slík lán. Það er líka allt í lagi að láta bankana sprikla svolítið. Mér skilst á sérfræðingum að jafnvel fyrirtæki eins og FL group hafi gert rétta hluti síðan gengi þess hrundi. Ég reikna með að bankarnir séu að gera það líka, eitthvað sem ekki væri víst að þeir gerðu ef loforð lægi fyrir um björgun frá ríkisstjórninni.
Ég hef heyrt samsæriskenningar í þessu sambandi. Eflaust eru einhverjir spilltir aðrir en framsóknarmenn. Ég gef þó lítið út á það.
Þá eru það framkvæmdir, álver og svoleiðis. Enn er lítið atvinnuleysi. Ýmsar framkvæmdir eru í undirbúningi. Skoðanir manna á slíkum aðgerðum fara þverri á flakslínur. Líkur eru á því að atvinnuleysi snar aukist með haustinu og á næsta ári. Allar líkur eru á því að fjöldi fyrirtækja fari á hausinn. Fyrst fara byggingarfyrirtækin, síðan birgjar þeirra og þá önnur fyrirtæki háð viðskiptum við þau eða starfsmenn þeirra. Þá getur verið hagkvæmt fyrir ríkisstjórnina að fara í mótvægisaðgerðir. Þá gæti líka orðið sátt um að fórna örlitlu til að bjarga fjölskyldum sem eru að missa allt sitt og flytjast fyrir seinustu aura sína úr landi. Góður spilar bíður eftir rétta augnablikinu. Við skulum vona að nú verði spilað vel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og þarfleg,en maður er samt svona spurningarmerki???"Kannski eftir allt saman er best að gera ekki neitt"En við stöndum ekki einir i þessum vanda!!!Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.7.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.