4.7.2008 | 00:03
Björn setur stefnuna - annars vinnur hann ekki vinnuna sína.
Ekki má samkvæmt lögunum senda útlending til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir sem geta leitt til þess að hann skuli teljast flóttamaður eða ef ekki er tryggt að hann verði ekki sendur áfram til slíks svæðis. Samsvarandi verndar skal útlendingur njóta sem vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð.
Maður sem má með réttu óttast um lífs sitt vegna stjórnmála var sendur til annars lands, þar sem óvist er um afgreiðslu.
Björn setur stefnuna - hann ber ábyrgðina. Ráðherrar eru búnir að telja íslensku þjóðini trú um að þeir beri enga ábyrgð á gerðum undirmanna sinna.
Faðir Björns fylgdist með öllu - jafnvel þótti sumu nóg um á stundum. - Hann vissi betur. Hann var stjórnlagaprófessor.
Ákvarðanir Útlendingastofnunar teknar án samráðs við ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu/svo bara vil eg breyta þessu með þetta ráðuneytið,það á bara að heita Dómsmálráðuneyti en ekki Kirkju og D Kirkjan er ekki lengur ríkiskirkja segja þeir visu!!!!/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.7.2008 kl. 00:16
'Eg vil ekki deila mínum kjörum með öðrum kynstofnum, ekki nema þeir séu með betri kjör enn ég og tel rétt að maðurinn sæki um landvist í því landi sem hann kom fyrst inn í, hinsvegar velti ég því fyrir mér hvort barnið i þessu máli sem fæddist hér á landi hafi öðlast rétt sem engin varði og logfræðingar sem hafa fjallað um þetta mál hafa ekki komið auga á.
Ef barnið hefur öðlast rétt á að fæðast á 'Íslandi, treysti ég mér sem pípari að verja rétt foreldrana, en svona eru málin oft auðveld ef menn hanga ekki í viðhorfunum.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 4.7.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.