Bókstafstúlkun.

   

Samkvæmt barnalögum er réttur barna að umgangast báða foreldra sinna algjör grunnregla. Fyrir nokkru síðan fékk forfallinn eiturlyfjasjúklingur börn sín í smá tíma með takmörkuðu eftirliti. Hún drap sig annað hvort vísvitandi eða af mistökum um þá helgi. Ég nefni þetta sem dæmi um hve ríkur réttur barna er til að umgangast foreldra sína jafnvel þó þeir séu varla góð fyrirmynd eða uppalendur.

Ég ætla að tala um annað mál.

 

Nú hefur forsjáraðili, móðir íslenskrar stúlku sem á útlendan föður komið fram í blöðunum og sagt frá meðferð yfirvalda á máli barns hennar. Þau beinlínis hindra föðurinn í að koma og heimsækja barn sitt.

 

Stjórnvöld beita reglu sem kveður á um hvaða ættingjar mega fá hér dvalarleyfi vegna skyldleikatengsla. Það eru makar og sambýlisfólk, börn og gamalmenni. Forsjárlausir foreldrar eru ekki teknir með – Bingo þá á að hindra þá í að koma með öllum ráðum og dáð. Það segir reglugerðin og þannig á það að vera.

 

Þetta er nautatað – eða bullshit. Eftirfarandi ákvæði er í lögum um útlendinga.

 

*      Veita má útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fullnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendingsins við landið.

 

Þegar túlka á mannúðarsjónarmið er ekki miðað við réttlætistilfinningu einstaka embættismanns sem hefur alið með sér hatur á útlendingum.  Ef mannúðarsjónarmið svo sem réttur barns til að umgangast foreldra sína kemur fram sem meginregla í lagabálki sem fjallar um börn – og þessum rétti verði ekki framfylgt nema veita þá undanþágu sem hér um ræðir hlýtur það að vera eðlileg túlkun laganna að telja það atriði falli undir undantekninguna. Þar að auki er rætt um sérstök tengsl við landið. Ég get ekki séð nein sterkari tengsl en að eiga hér afkvæmi.

  

Það er dæmigert fyrir heimska menn að einblína á einn texta sem hentar fordómum þeirra og líta fram hjá samræmdri túlkun textans í heild – í þessu tilfelli laga. Þetta á við heimska embættismenn jafnt sem ofsatrúarmenn.

 

Þriggja mánaða afgreiðslufrestur sem útlendingastofnun telur eðlilega afgreiðslu, er hneyksli í þessu tilfelli þ.e. ef stofnunin hefur ekki rökstuddan grun um að viðkomandi hafi framið slíkan glæp að hann geti verið hættulegur umhverfi sínu. Ef svo væri tel ég hæpið að móðirin gerði þetta að blaðamáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Mikið hjartanlega er ég þér sammála Jón. Ég hef stundum haft orð á því hvort það sé eingöngu vegna sýndarmennsku að við setjum ákvæði í barnalög um rétt barna til að umgangast báða foreldra sína. Alla vega er ekki augljós viljinn til að framkvæma þennan rétt þeirra, hvað sem framtíðin ber í skauti sér.

Kveðja.

Guðbjörn Jónsson, 15.6.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Mikið hjartanlega er ég þér sammála Jón.  Ég hef stundum haft orð á því hvort það sé eingöngu vegna sýndarmennsku að við setjum ákvæði í barnalög um rétt barna til að umgangast báða foreldra sína. Alla vega er ekki augljós viljinn til að framkvæma þennan rétt þeirra, hvað sem framtíðin ber í skauti sér.

Kveðja. 

Guðbjörn Jónsson, 15.6.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband