29.5.2008 | 23:10
Skjálftinn
Ég var staddur í Hafnarfirði inn í verslunarmiðstöðinni og var að sötra seinustu dropana í dísætu Sviss mokka þegar smá viðvörun kom - titringur.
Ég var rétt búinn að segja við sjálfan mig að engin hætta væri á ferðum, þetta væri ekki svo mikið þegar stóri kippurinn kom. Ég hef svo sem upplifað verri jarðskjálfta en maður verður alltaf svolítið hugsi eftir á. Þegar einn mesti skjálfti sem ég hef upplifað reið yfir einhvern tíman á sjöunda áratugnum var ég staddur inn á þröngu klósetti og veggirnir komu beinlínis á móti mér. Ég hef aldrei fyrr verið eins hræddur á postulíninu eins og þá ef frá er talið þegar rottan gægðist aðeins upp vatnslásinn þegar ég var barn.Jæja en tilefni þessa bloggs er að lýsa yfir ánægju minni með viðbrögð þeirra sem eiga að aðstsoða við slíkar aðstæður. Mér var hugsað til New Orleance. Viðbrögð við þeim ósköpum sem þar dundu yfir voru ekki svona snögg og skilvirk. Bandaríkin hafa her og eiga að hafa skipulag til að bregðast við ógnum. Við Íslendingar þurfum ekki að skammast okkar fyrir okkar lið. Lögregla, hjálparsveitir, Rauði krossinn. Allir lögðust á eitt og allir virtust tilbúnir til að leysa þau vandamál sem kynnu að koma upp.
Vandamálin hefðu geta verið meiri. Við getum þó þakkað fyrir vel unnin störf. Við sem erum alltaf að væla yfir vangetu stjórnvalda eigum líka að láta heyra í okkur þegar vel er gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.