29.5.2008 | 14:03
Samkeppni um umhverfisvænasta sveitarfélagið.
Ég og vinur minn sem ég hitti gjarnan í kaffihúsaspjalli erum sammála um það að vera miklir umhverfissinnar. Við erum bara meiri mannvinir en það að vilja alla vitleysuna sem svokallaðir umhverfissinnar vilja.
Í framhaldi af hneykslun okkar á forheimsku þeirra sem hafa atvinnu af því að mótmæla einhverju sem aðrir gera og aka svo um á drossíunum sínum með tilheyrandi mengun eða sporta sig á mengandi skipum um heimshöfin - þá barst talið að endurvinnslutunnum.
Við vorum sammála um að þarna væri ein heimskan á ferð. Kostnaður við allt dæmið væri svo miklu meiri en það sem sparaðist. Ég stakk upp á því að fjölgað yrði grendargámum og áróður fyrir notkun þeirra væri aukinn.
Grenndargámar verða að vera þægilega í leiðinni og með gott aðgengi þannig að notkun þeirra kostaði nánast ekki neitt fyrir borgarana. Við þá sparaðist mikið landrými í urðun.
Já það þyrfti að vera einhver verðlaun fyrir þá sem nota mikið slíka gáma. Einhver hvati sagði vinur minn. Ekki leyst mér á það. Áfram var það framkvæmdahliðin sem óx mér í augum.
En hvernig væri að hafa samkeppni á milli sveitarfélaga og umhverfismerki til þeirra sem standa sig best. Snjöll hugmynd sagði vinur minn. Þú veður að blogga um þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.