7.5.2008 | 14:42
Hvað er til ráða.
Þegar við heyrum um svona ógnar atburði fyllumst við heift og viljum helst taka slík ómenni af lífi án dóms og laga.
Við höfum haft refsistefnu sem byggir á slíkum sjónarmiðum og lagt hana af. Við höfum hana í löndum sem okkur hugnast ekki sérstaklega. Þegar Evrópufólk lendir í dómstólum landa þar sem hengingar og aflimanir eru hluti kerfisins fyllumst við sömu heift en þá fyrir hönd þeirra sem brotið hafa af sér.
Ég veit ekki betur en að þeir sem brjóta af sér kynferðislega séu líklegri en aðrir að brjóta af sér að nýju jafnvel þó þeir fari í meðferð við sinni sjúklegu siðblindu.
Ég hef því velt því fyrir mér hvort öryggisgæsla sé ekki eina ráðið við því þegar menn brjóta af sér ítrekað kynferðislega eða beitt öðrum aðferðum til að útiloka algjörlega að þeir rústi lífi fleiri einstaklinga. Þá er komið út fyrir sjónarmið refsiréttarins og inn á varnaheimildir þjóðfélagsins gegn vá.
Við skulum vona að aldrei komi til þess að við stöndum frami fyrir jafn ógeðslegum atburðum og Austurríkismenn. Ef svo yrði væri gott að hafa löggjöf til að taka á málinu þannig að menn gætu unað við það.
Þyngri refsingar í Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ertu fullur eða ?
gunni (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:17
Já málið er nú bara þannig að við stöndum frammi fyrir alveg jafn ógeðslegum atburðum og Austurríkismenn.
Háskólakennari situr nú í gæsluvarðhaldi fyrir að ítrekað nauðga börnum sínum sl 15 ár og vinkonu barna sinna..EKKI HALDA AÐ ÞETTA SÉ EKKI SVONA Á ÍSLANDI.
Ég vil einnig benda þér á bók sem heitir" Myndin af Pabba saga Thelmu"
Þú ert nú lögmaður ekki satt!! VAKNAÐU!!!
Elín (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:55
Kæra Elín.
Við erum í sama liðinu. Ég veit um það sem þú segir. Ef til vill er hryllingurinn svo mikill að það sé ekki hægt að setja hann á mælikvarða. Þegar ég sagði að verknaðurinn væri verri í Austurríki átti ég við að við þessa atburði sem þú lýsir bættist innilokun í gluggalausu og loftlausu herbergi í 24 ár, nauðganir fyrir framan börn sem hann gat með dóttur sinni og svipting barna og innilokun annarra alls sjö stykkja. Öllum börnunum fylgja erfðafræðileg vandamál vegna skyldleika um ókomnar kynslóðir.
Þú kallar mig lögmann en ég starfa ekki sem slíkur - Lögmenn eiga að geta breytt málum - haft áhrfi. Hvað viltu að gert verði. Þessir menn eru til og verða til. Hvernig getum við varið þjóðfélagið fyrir þeim?
Jón Sigurgeirsson , 9.5.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.