Öryggið á Íslandi

Sá samanburður sem er í fréttinni á milli norsku lögreglunnar og þeirrar íslensku er athyglisverður. Glæpum fjölgar og fíkniefnaneysla eykst hér á landi og þó einhvers staðar sé það verra er mikilvægt að sofna ekki á verðinum.

Við þurfum að styðja þá menn í lögreglunni sem virðast vinna góð verk. Nefni ég þar lögreglustjórann á Keflavíkurflugvelli. Einnig held ég að Stefán Eiríksson sé efnilegur fái hann nægt fé til verka.

 


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við algjörlega ósammála Jón!!!!,Mannlegi þátturin i lögreglunni er ekki til langur,nema í undatekningartilfellum,kutrteisi engin ,þeir einfaldlega kunna ekki kurteisi,eru upp til hópa með frekju og yfirgang,nema i örfáum tilfellum/Kurteisi við hin venjulega Borgara kostar ekki peninga/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.5.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég er ósammála um að við séum ósammála. Ég sagðist styðja góða menn til góðra verka. Eitt af því sem ég tel mikilvægt er að launa lögreglumenn þannig að velja megi úr góða menn. Ég hef starfað í lögreglunni um margra sumra skeið. Þar sá ég menn sem höfðu ekki réttu "taktikina"´. Þar sem þeir komu fór allt í bál og brand. Ég sá líka mann sem gat leyst hvert vandamál með mannvirðingu, kurteisi og hlýlegri kímni. Hann talaði við rónana með sama húmornum, hlýleikanum og kímninni og hann talaði við þá sem voru á toppnum, Þannig vil ég hafa lögregluna.

Jón Sigurgeirsson , 3.5.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband