Sá sterki hefur réttinn.

Það er ekki tekið eins á þeim sem mótmæla háu bíóverði og þeim sem mótmæla olíuverði. Hegðun vörubílstjóranna er ekki kölluð skrílslæti af því þeir eiga stóra og flotta trukka. Sama hegðun var kölluð skrílslæti þegar unglingar höfðu hana í frami.

Hafa unglingarnir ekki málstað?  Þeir mótmæltu háu bíóverði. Ég skildi mótmæli þeirra þannig að þau væru andsvar við aðgerðum vörubílstjóra, einskonar mótmæli við mótmælunum og notað til þess grín. Grín er mjög áhrifaríku tjáning. Hún þvingar menn sem hafa myndað sér skoðanir á tilfinningu að hugsa og komast að rökréttri niðurstöðu .

Ég skildi aðgerðir þeirra sem yfirlýsingu um það að megi eigendur ofurtrukka beita ofbeldi til þess að fá sínu fram þá megi aðrir gera það líka hver sem málstaðurinn sé. Ef við komumst að annarri niðurstöðu þá viljum við láta ríkið stjórna skoðunum okkar. Láta lögregluna þ.e. berja niður sumar skoðanir en ekki aðrar.
 
Þeir sem vildu beita ofbeldi til að lækka verð á bíómiðum voru í nákvæmlega sama rétti og vörubílstjórarnir. Lögreglan sýndi þeim enga þolinmæði. Þeir vor strax reknir af götunni með harðri hendi.

Skilaboðin eru þessi. Ef þú ert stór og sterkur og átt stóran trukk hefur þú meiri rétt til að beita ofbeldi en hinir sem ekki eru stórir, sterkir eða eiga eignir. Það er ljóst að unglingarnir hefðu flutt sig þegar í stað ef hætta hefði stafað af háttseminni. Þeir voru því ekki að fremja hegningarlagabrot eins og vörubílstjórarnir.

Þingmenn - sem setja lögin mæla með lögbrotum. Sigurður Lindal skrifaði um það ágæta grein í Fréttablaðið. Þessir menn hafa lítillækkað löggjafarsamkomuna og sjálfa sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband