Grunnhygginn alemnningur

Við höfum ákveðin lög og lögreglu til að framfylgja því að farið sé eftir þeim. Hvoru vilja þeir sem mótmæla aðgerðum lögreglu breyta.

 Það er alveg augljóst á myndum frá vettvangi þar sem múgur lokaði aðal aðkeyrslu í og úr bænum að fólkinu var gefin nægur tími til að forða sér. Þegar fólkið varð ekki við tilmælum lögreglunnar hafði hún um tvennt að velja. Láta lýðinn ráða eða framfylgja lögunum og starfsskyldum sínum.

Lögreglan æpti aftur og aftur að hún hygðist beita gasi áður en hún sprautaði því. Allir sem voru á staðnum máttu vita það að þeir trufluðu aðgerðir lögreglu með nærveru sinni, líka þeir sem voru utan vegar.  Bílstjórarnir alveg blásaklausir sögðust barasta ekki hafa komist vegna þessa lýðs.

 Við höfum um tvennt að velja - ríki sem sá sterkasti og frekasti veður uppi eða réttarríki þar sem gætt er að menn fari að lögum.

Eru menn ef til vill að mótmæla því að bannað sé að trufla umferð? Þá verður að gilda jafnrétti. Allir eiga þá að geta mótmælt öllum með sama hætti.

Já það er eins og ég segi: Almenn skynsemi er mjög sjaldgæft fyrirbrigði.


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér, almenn skynsemi er mjög sjaldgæft fyrirbrigði.  Almenningur verður að passa sig að eyðileggja ekki þessi mótmæli vörubílstjóra, þar sem þeir vita almennt ekki hverju er verið að mótmæla.  Vörubílstjórarar hafa farið nokkuð skynsamlega að þessu... þangað til þeir fóru að óhlýðnast laganna vörðum.

Örvar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband