Árni nauðgari. Lýðræðinu nauðgað

Af hverju gengur það ekki að embættismenn sýni Umboðsmanni Alþingis ruddaskap?

Við skulum líta á heimspekina á bak við kerfið okkar.  Ég ætla að nefna þrjár grundvallar stoðir undir stjórnskipun okkar.

1. Valdið er hjá fólkinu. Sú kenning var grundvöllur frönsku byltingarinnar og þeirra lýðræðisþróunar sem varð í Evrópu eftir hana. Hún er því grundvöllur lýðræðis okkar.

2. Önnur kenning er um þrígreiningu ríkisvaldsins. Þessi kenning er órjúfanlega tengd lýðræðinu þó höfundur hennar hafi ekki endilega haft afnám konungsvaldsins í huga þegar hann setti hana fram. Hún gengur út á það að ríkisstjórn og embættiskerfið - kallað framkvæmdavald, Alþingi sem fer með löggjafarvald og dómsvaldið sem er í höndum dómstóla takmarki og tempri hvert annað til að tryggja að fólkið haldi valdi sínu gegn ofurvaldi einstakra þátta ríkisvaldsins.

3. Þingræðisreglan. Hún er ekki nauðsynlegur þáttur lýðræðisins en er hluti af baráttu þings og konungs. Hún varð til þess að konungur sem fór með framkvæmdavaldið varð að styðjast við vilja þingsins um val á ráðherrum.

Vald okkar framseljum við til Alþingismanna. Þeir velja ráðherra og ráðherra velur síðan dómara. Þannig veljum við eða fulltrúar okkar alla þætti ríkisvaldsins.  

 

Þingræðisreglan tengir óneitanlega tvo arma ríkisvaldsins saman þ.e. löggjafarvaldið og framkvæmdavladið.  Alþingismenn sem tilheyra meirihlutaflokkum á Alþingi gegna yfirleitt ráðherraembættum.

Umboðsmaður Alþingis er valinn af Alþingi og skal hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis, sveitarfélaga og annarra aðila sem fara með opinbert vald. Hann hefur ekkert raunverulegt vald. Vald hans byggir á þeirri virðingu sem hann nýtur. Vegna skiptingar ríkisvaldsins hefur umboðsmaður mikilvægu hlutverki að gegna að takmarka og tempra vald stjórnvalda. Vegna þingræðisreglunnar eru aðrar leiðir Alþingis vart raunhæfar. Ef ekki er meirihluti á Alþingi fyrir því að beita sér gegn ofurríki ríkisvaldsins fæst ekkert slíkt í gegn. Umboðsmaður er embættismaður sem er óháður pólitískri hentistefnu. Hann á að vera virtur fræðimaður sem tekið er tillit til. Hann er jafnframt vörður lýðræðisins eins og rakið hefur verið.

Með því að ráðast gegn honum er kippt fótunum undan valdi hans þ.e. virðingu. Þannig er ráðist á vörn okkar borgaranna og lýðræðinu nauðgað.

Ég hef áður nefnt það að það sem Árni telur Þorsteini Davíðssyni helst til tekna er að hafa verið aðstoðarmaður ráðherra. Ekkert kemur fram um að slíkur maður þurfi að hafa lögfræðipróf. Hann er pólitískur starfsmaður sem mótvægi við ópólitíska embættismenn. Hann gæti pólitískra hagsmuna gagnstætt lögfræðilegum aðstoðarmönnum sem eru fastir embættismenn. Þannig er það aðal rök Árna að Þorsteinn gæti hagsmuna Sjálfstæðisflokksins. Það staðfestir það sem margan hefur grunað við fyrri stöðuveitingar í hæstarétt og héraðsdómstóla að Sjálfstæðisflokkurinn sé að raða varðhundum sínum í þessar stöður. Gelda einu öruggu stoð borgaranna til að tryggja sig gegn valdaráni stjórnvalda.

Löggjafinn vildi tryggja okkur fyrir slíku með umsagnarnefnd um veitingu dómaraembætta. Rök Árna fyrir að hunsa algjörlega álit nefndarinnar eru svo haldlítil að ég tel um lögbrot sé að ræða. Því áliti virðist ég deila með flestum lögfræðingum sem tjáð hafa sig opinberlega um málið. Maður sem brýtur af sér og viðurkennir ekki sök heldur ræðst á þá sem gæta eiga laga og réttar fær yfirleitt þyngri dóm en ella.

Vinur minn sagði: " Er hann [Árni] ekki búinn að vera. " Nei. Hann væri búinn að vera í hvaða siðaða landi sem er. Við látum slíkt gott heita.

það er fleira en fjármálin sem eru í ólestri hjá okkur Íslendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hafðu þökk fyrir þessa færslu.  Er mjög sammála þér um að það sé ýmislegt fleira að en fjármálin.  Mín trú er sú að eitthvað hafi mikið skekkst í einhverju sem heitir grundvallar-siðferði og á það ekki síður við um almenning, sem síðustu misseri hefur hampað þessum stjórnvöldum og hampað hverjum gjörningi þeirra sem er, algerlega rakalaust eða laust við spurningar um siðferði.

Titillinn vakti athygli mína,  ekki síst fyrir þá sök að á listsýningu á Listasafni Akureyrar, sem heitir Bæ Bæ Ísland,  talin vera einhver pólitískasta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi og engin vildi styrkja, sýna 23 myndlistarmenn verk sín þar sem þeir gagnrýna spillt stjórnvöld, græðgisvæðingu, neysluhyggju og forheimsku og umhverfismál, en þar sýnir einn listamaðurinn video-listaverk þar sem nokkrir valinkunnir ráðherrar, þar á meðal umræddur dýralæknir sem fær að vera ráðherra fjármála, nauðga listamanni - sem er jú bara holdgervingur almennings.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki mundi ég vilja verja þetta sem 'Arni Matt.sem settur Dómsmálaraðherra gerir ,hefi ekki mikið álit á honum alls ekki!!! en þetta með Þorstein Davíðsson ver eg held að þar fari mjög svo vænn  drengur og góður Dómari,Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband