Stíflan hækkuð

Stíflan hækkuð

   

Ég líkti hérna á síðunni vaxtahækkunum Seðlabanka við stíflu. Hún hlyti að bresta einhvern tíman.

 

Eins og Vilhjálmur Egilsson hefur haldið fram er stífla þessi byggð á ótraustum grunni. Alltaf er hún hækkuð í hverri rigningu svo haldið sé áfram með samlíkinguna.

 

Seðlabankinn reiknar með að það hætti að rigna og þá sjatni vatnið.  Það er hugsanlegt. Það er líka hugsanlegt að það haldi áfram þangað til allt brestur.

 

Ég hef haldið uppi mikilli gagnrýni á þessa stefnu af því ég óttast að verið sé að taka áhættu með framtíð þjóðarinnar.

 

Einn hagfræðingur sagði að það tæki tugi ára að ná niður skuldum sem safnast hafa fyrir í þeirri ofgnótt lánsfjármagns sem verið hefur síðustu ár.

 

Hvernig sem fer þá kemur að skuldadögunum.

  
mbl.is Krónan styrkist um 4,23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flýtur á meðan sekkur ey" segir máltækið!!!!,mikið get eg tekið undir þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.3.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband