Lausnin finnst í skilningi.

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða hagsmuni Kínverjar hafa af því að halda Tíbet. Landið er fátækt fjallaland. Skilyrði til landbúnaðar þar eru ákaflega erfið fyrir og veðurfarssveiflur síðustu áratuga hafa gert þær verri.

Skýringin kom fyrir skömmu. Það er hernaðarlegt mikilvægi landsins sem skýrir þennan áhuga. Kínverjar hafa deilt við nágranna sína Indverja og Rússa og telja að Tíbet sé þeim nauðsynlegt. Með sömu rökum hefðu Bandaríkjamenn geta réttlætt yfirráð yfir Íslandi á tímum kaldastríðsins.

 Fjöldi og hernaðarlegur og efnahagslegur styrkur Kínverja er slíkur að það þarf meira en fámenna fjallaþjóð í stóru landi til þess að stöðva þá í því sem þeir telja rétt Lausnin gæti verið sjálfstjórn Tíbeta án fullveldis eða óriftanlegur varnarsamningur þar sem Kínverjar bæði sæju um varnir Tíbet og fengju þar aðstöðu fyrir þær varnir sem þeir telja nauðsynlegar.

 


mbl.is Pelosi ræddi við Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ekki gleyma að fjöllin í Tíbet búa yfir miklu magni af dýrmætum málmum af ýmsu tagi. Þá eru þarna miklir hagsmunir þegar kemur af vatnsrétti.

Birgitta Jónsdóttir, 21.3.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er fast sem skrattinn heldur i " segir máltækið,en svona hefur þetta viðgengist i geignum tíðina Bretar Frakkar Russar  Danir og fl. hafa i gengnum aldir ráðið yfir löndum sem vildu hafa sjálfstæði og gera ennþá/Kínverjar gera það sem þeim sýnist og spyrja engan,þar er herveldi sem engin vill  berjast við//Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.3.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband