21.3.2008 | 16:47
Hvað er til ráða.
Þó svart sé framundan samkvæmt allri skynsemi þá er ljóst að fáir verða ríkir á skynsemi einni saman. Menn verð ríkir á bjartsýni. Þess vegna koma menn seint út úr efnahagslegri lægð. Þá ríkir svartsýni og allir halda að sér höfnum.
Eins og ég hef sagt þá eru skuldir okkar ógnvænlegar. Það setur okkur takmörk í fjárfestingum. Bankarnir eru spyrtir saman við ríkissjóð þar sem ríkisstjórnir í siðuðum löndum hlaupa undir bagga þegar hætt er við hruni slíkra stofnanna. Bankarnir okkar hafa hins vegar ekkert hagað sér eins og bankar í siðuðum löndum en það er nú önnur saga.
Ég held að við getum enn virkjað og selt orkuna jafnvel dýrar en hingað til - þrátt fyrir kreppuna í heiminum. Það er hugsanlegt að slíkar framkvæmdir verði til þess að fleyta okkur yfir versta hjallann. Þá spyr maður sig hvaða stjórnmálaflokkur getur staðið fyrir slíku. Eru það flokkarnir sem komu okkur í þennan hrikalega vanda eða eru það hinir sem vilja að dútl við hannyrðir í sveitum geri það.
Ég vil vernda náttúruna. Hver vill það ekki. Við lifum þannig lifi að ekki verður komist hjá því að fórna einhverju. Nú er ekki tíminn til að stöðva framþróun sem veitir mikla vinnu og miklar tekjur jafnvel þó það kosti nokkrar fórnir. - Skiljum þó Gullfoss eftir.
Spurningunni um hverjum sé treystandi læt ég ósvarað. Hlustið eftir því hverjir komi með hugmyndir sem líklegar eru til þess að auka útflutningsverðmæti okkar verulega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.