20.1.2008 | 20:57
Veiting dómaraembætta
Eitt sinn var sagt að menn ættu ekki að líða fyrir það að vera framsóknarmenn eftir eina pólitíska veitinguna þegar framsóknarflokkurinn hafði tögl og haldir í öllum ríkisstjórnum hvort sem voru til vinstri eða hægri.
Nú halda Sjálfstæðismenn embætti dómsmálaráðherra og í hvert skipti sem þarf að raða í dómstólana hliðhollum mönnum er fundið eitthvað hjá þeim sem hinir hafa ekki og það gert að aðalatriði þó engum hefði dottið í hug fyrirfram að svo væri. Þannig skipta málefnaleg sjónarmið engu máli - öll sjónarmið eru gerð málefnaleg eftir á.
Aldrei fyrr í Íslandssögunni hafa rökin fyrir skipun dómara verið eins óforskömmuð eins og nú við veitingu dómaraembættis á Norðurlandi. Það skiptir engu máli um hæfileika viðkomandi manns sem kemur barasta vel fyrir. Það skiptir engu máli heldur að hann er sonur Davíðs Oddssonar. Hvorki á það að vera honum til lofs eða lasts því hann gat engu um það ráðið.
Rök ráðherra voru að dómnefnd hafi ekki metið rétt mikilvægi þess að hann hafi verið aðstoðarmaður ráðherra. Hvaða reynslu fylgir því starfi. Embættismenn sjá um lögfræðina í ráðuneytinu. Aðstoðarmaður ráðherra á að gæta pólitískra hagsmuna ráðherra. Það er reynslan sem Árni Matthisen telur mikilvægasta. Hann telur að dómari þurfi að hafa reynslu í að gæta pólitískra hagsmuna Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er sjónarmið sem öllum hefur boðið í grun að væri efst´í huga Sjálfstæðismanna þegar þeir hafa raðað mönnum í innsta kjarna flokksins í slík störf. Nú játa þeir það blákalt og þeim finnst það sjálfsagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg kvitta og segði um leið,mitt álit hefur ekki verið mikið á Árna Math.og ekki batnaði það við þessa skíringar hans/ en svona er þetta bara því miður!!!Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 21.1.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.