Gleðilegt nýtt ár.

Ég sendi stundum ljósmyndir á ákveðin vef í útlöndum. Þar inni eru að jafnaði þúsundir manna frá öllum heimshlutum. Flestir tilheyra hinum fyrsta heimi kristinna en þar eru allra þjóða kvikindi eins og sagt er.

Þarna á ég minn vinahóp og er ekki að gera greinarmun á þeim eftir lit, trú eða heimsálfu sem þeir tilheyra. Ég skellti á þá alla einni jólakveðju sem reyndist ef til vill ekkert sniðugt. Þegar ég leit á svörin vöru nokkrir sem svöruðu með kurteisu commenti um mynd sem ég hafði sent inn án þess að þakka fyrir kveðjuna. Ég sá að þessir menn og konur voru gjarnan frá þeim heimshlutum sem kristni er ekki eins algeng og á Íslendi.

Á þessu bloggi eru flestir í okkar tímatali og því hlýtur að vera óhætt skammlaust að óska ykkur öllum gleðilegs árs. Ef einhverjir eru hér sem miða tímatal sitt við annað viðmið en okkar áramót og fæðingu Jesús þá bið þá barasta að eiga sem björtustu framtíð því ég gleymi örugglea að óska þeim gleðilegs árs þegar nýtt ár kemur hjá þeim.

Það eru margir svartsýnir á framtíðina og vissulega eru miklar blikur á lofti bæði hérlendis og erlendis. Það eru ófáir miljarðarnir sem við töpuðum á árinu, jafnvel þó aðeins sé tekin þessi nokkurra prósenta meðallækkun hlutabréfa sem varð þegar litið er til ársins í heild, þó ekki séu tekin mið af þeim sem tóku verstu punktana, keyptu þegar verðið var hæst og seldu nú fyrir áramótin.

Það eru allar líkur á því að minni framkvæmdir, minni fiskur og minnkandi tekjur af fjárfestingarstarfsemi eigi eftir að koma við pyngju okkar á næsta ári. Mikið atvinnuleysi, fólksflótti og aðrar viðlíka hörmungar eru líklegar.

Forsetinn mælti með aðhaldi. Það voru orð í tíma töluð. Síðustu árin höfum við Íslendingar verið á eyðslufylliríi. Fyrir nokkrum árum þótti gott að vera í tjaldi og þeir sem meira lögðu í útilegudótið áttu tjaldvagn. Þá komu nokkrir algjörar eyðsluklær með milljón króna tjaldvagna sem er einhverskonar söluheiti á bestu tjaldvögnunum. Ég fór á Fiskidaginn mikla á Dalvík og gisti þar á tjaldstæðinu. Nú er þeir sem minnst hafa efnin í fellihýsum. Flestir sem vilja teljast menn með mönnum hafa stærðar hjólhýsi eða glampandi nýja húsbíla. Þessar eignir hafa margar hverjar verið keyptar að mestu með lánum á þeim okurvöxtum sem kallast bílalán - yfir 10 % auk vísitölutryggingar.

Við fengum þessar eignir á hagstæðu gengi en það kemur að skuldadögunum. Þegar skórinn kreppir að falla þær í verði og standa ekki undir áhvílandi lánum. Gengið verður að öðrum eignum sem einnig falla í verði og dómínóáhrif byrja. Tap eins fer yfir á aðra.

Er þetta óhugsandi. Menn sem eru komnir á minn aldur hafa fylgst með þessum sveiflum í Íslensku efnahagslífi. Menn gátu á árum áður flúið til Svíþjóðar, Ástralíu, Kanada og Noregs svo einhver minnisstæð dæmi séu tekin. Norðmenn eru eins og skrattinn á fjósbitanum og fitna þegar aðrir blóta ástandinu. Olían hækkar og olíuframleiðendur verða ríkari. Ætli við sættum okkur ekki barasta við sameiningu Noregs og förum aftur heim eftir rúmlega 1130 ára fjarveru.

Það hefur hins vegar oft farið svo að hrakspár rætast ekki alveg. Það getur farið svo að efnahagsmál heimsins taki skyndilega kipp eftir að Demokratar ná völdum í Bandaríkjunum og þá getur verið að ríkisstjórn auki opinberar framkvæmdir verulega þegar atvinnuleysi eykst. Eitt vitum við að allar sögur hafa góðan endi - spurningin er aðeins hvar við viljum láta punktinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Þetta er bara smá "turbulance" því við getum endalaust bætt við okkur virkjunum og selt orkuna "prime" og þannig stjórnað hagkerfinu.   Vandamál núdagsins er hins vegar ógurleg umsvif hins opinbera, þ.e. ríki og sveita og má ekki milli sjá hvort kratar eða íhald eyði meiru.

K Zeta, 2.1.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein og þörf Jón,eg tek undir þetta ,og við vonum það besta/og Gleðilegt nytt ár 2008!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.1.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ljómandi góð grein,það er allt í lagi að líta raunsæjum augum á ástandið, það þarf ekki endilega að vera svartsýnisraus, eins og sumir kjósa að kalla eðlileg viðbrögð, við því ástandi sem blasir við ,alla vega núna.

Spurning hvaða stefna verður ofaná, hjá ríkinu. Því eftri höfðinu dansa limirnir... Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 4.1.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband