Hraðakstur og fíkniefni.

Ég var að aka norður Hafnarfjarðarveginn í gegnum Garðabæinn. Ég reyni alltaf að halda mig á hægri akrein þegar ég er ekki að fara fram úr og jók aðeins hraðann til að smeygja mér inn í hægri röðina og hægði síðan ferðina. Nokkuð seinna eða þegar ég var kominn inn í Kópavoginn tek ég eftir lögreglubíl sem setur ljósin á og ég vík út af veginum og geng á móti lögreglumanninum sem hafði staðið upp úr bifreiðiinni. Ég viðurkenndi sökina og var hinn kurteisasti. Lögreglumaðurinn hafði á orði að það væru ekki allir sem tækju þessu svona vel. Ég svaraði því til að flestir eru ákafir að hvetja lögregluna til verka þegar hún beinir athyglinni að einhverjum öðrum en þeim sjálfum. Mér varð að vísu á í þessum efnum en vil fara að lögum og tek afleiðingum gerða minna. Sektin er löngu greidd.

 

Ég er ekkert sammála öllum aðferðum til að takmarka hraða og ekki sammála þeim ákvörðunum sem eru settar um hámarkshraða víða. Við getum hins vegar ekki haft 320 þúsund mismunandi reglur og verðum því að fara eftir því sem lög segja til um.

 

Jafnvel þó við verðum sum pirruð þegar löggæslan “lendir” á okkur sjálfum þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að lögreglan er besti vinur okkar. Með sterkari eiturlyfjum og lausung sem samfara er þeirri spennu sem hefur verið í þjóðfélaginu er löggæslan mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Ég rita þessi orð vegna þeirrar viðurkenningar sem stöð tvö veitt fíkniefnalöggæslu. Ég hef aldrei verið svona himin lifandi með slíka ákvörðun. Ég tel að þessi ákvörðun sé sterkur leikur í baráttu fyrir betra þjóðfélagi. Ég vona við berum gæfu til að efla löggæsluna. Betur menntaðir  og betur launaðir og fleiri lögreglumenn er ósk mín til stjórnvalda.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Já það er satt, maður verður pirraður þegar löggæslan lendir á manni sjálfum. En þannig er það bara. Maður slysast til að gera eitthvað rangt og verður að sjálfsögðu að taka afleiðingunum. Og svo sannarlega er ástæða til að efla löggæsluna. En þar eins og alls staðar annars staðar skipta launin mestu máli. Þegar öryggisfyrirtækin bjóða menntuðum lögregluþjónum mun betri laun og minna vinnuálag en ríkið gerir er ekki nema eðlilegt að menn taki því. Þar að auki eru menn með jafn víðtæka menntun vandfundnir og vinsælir í flestum starfsstéttum. Gleðilegt nýtt ár.

Helgi Jónsson, 1.1.2008 kl. 04:18

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ágæti bloggvinur,megi komandi ár verða þér og þínum gott og gleðiríkt.

Tek undir hvert orð með þér og hef engu við að bæta nema að ef maður lendir í þeirri aðstöðu að lögreglan hafi einhver afskifti af manni er það örugglega í langflestum tilfellum af gefnu tilefni, en því miður eru mjög margir sem bregaðst rangt við með dónaskap og jafnvel illyrðum.Þekki þetta af eigin skinni,hef verið báðu meginn við borðið...Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.1.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Satt er þetta með lögum skal land byggja/en kurtreisin þarf að vera á báða bóga/Gleðilegt árið og þökk fyrir það gamla /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.1.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband