Neðanjarðarlestir í Reykjavík

Í dag var ein af þessum undantekningum að ég þurfti að fara í gegnum bæinn á annatíma leiðina frá Sæbraut eftir Kringlumýrarbraut og sem leið liggur suður úr í Garðabæinn þar sem ég bý. Það er ósköp einfalt. Þetta gengur ekki.

Heimskir stjórnmálamenn segja að þetta sé allt í besta lagi. Þeir segja að fólk eigi bara að taka strætó. Strætó fer barasta með sama hraða og þjónustan er algjörlega óhæf. Mér fannst nokkuð gott þegar Guðrún kona Svavars Gests hélt því fram að ekki mætti auka umferðarrýmd vestan Elliðaáa eins og hún orðaði það var spurð um ferðamáta þeirra hjóna kom í ljós að þau höfðu sitt hvorn bílinn. Þau höfðu mikilvægum erindum að sinna. Það er annað en helvítis pöblikið. Þeir sem aðhyllast þessar kenningar hafa síðan staðið á bremsunni í vegaframkvæmdum og sagt öðrum að fara með strætó jafnvel þó ríkið hafi boðist til að borga brúsann.

Það geta allir verið sammála um það að einkabílavæðingin er ekki til að hrópa húrra fyrir. Hún er til komin vegna skipulags eða skipulagsleysis í borginni. Nú er borgin eins og hún er og annað tveggja verða menn að breyta henni eða sætta sig við hana.

Eldsneytisverð hækkar. Mengun fer að kosta peninga. megin hluti af mengun frá umferð kemur vegna hraðabreytinga og mesta eyðslan er þegar bifreið er tekin af stað frá kyrrstöðu. Þar er líka mesta slitið á malbiki og því mesta svifrykið. Þeir asnar sem segjast ekki vilja hafa bandaríska bílaborg og þess vegna vilja þeir ekki mislæg gatnamót óska sér því enn verra umhverfis en er í bandarískum borgum. Meiri mengun og umferðin er látin dreifast inn í íbúðarhverfin þegar menn reyna að sleppa við hnútana. Við höfum bandaríska bílaborg barasta af því að allir eiga bíla. Það er sem sagt bílafjöldinn sem gerir borgina að bílaborg. Góðar samgönguleiðir draga úr óæskilegum áhrifum umferðarinnar.

Ég hef sagt þetta áður en ekkert bítur á slíka heimsku. Allir bölva henni en kjósa síðan vitleysingana sem halda þessu fram. Ég helds að stjórnvitringarnir geri það af því að þeir halda að þeir myndu ella fæla í burt frá sér umhverfissinna, þessa sem berjast hugsunarlaust fyrir einhverju sem ekki gengur upp og er jafnvel umhverfislega slæmt bara af því þeir éta vitleysuna hver eftir öðrum.

Ef við settum svona hundrað tvöhundruð milljarða í dæmið á svona 10 ára tímabili þá gætum við gert hérna borg með lífvænlegum almenningssamgöngum.

þessi upphæð dugir ekki fyrir neðanjarðarlestum enda er það glapræði að láta sér detta slíkt í hug. Erlendis hafa verið gerðar "neðanjarðarlestir" fátæka mannsins. Ég nefni tvær.

1. Notast við núverandi strætisvagna. Gera sér göng fyrir þá undir umferðaræðar þannig að þeir einir þyrftu aldrei að bíða á ljósum og jafnframt hafa sér akreinar fyrir þá. Þetta er hægt að gera á aðalleiðum.Þannig með stuttum göngum og fórn grasbala mætti gera hér aðalleiðir sem myndu nánast vera eins hraðfærar og neðanjarðarlest. Þá þyrfti að gera veglegar "lestarstöðvar" með góðum parkeringsplássum og hituðu biðrými. Það þarf að safna saman fólki úr hverfunum yfir á aðalleiðirnar. Það mætti t.d. gera með einkarekstri smábíla sem koma eftir þörfum. Nota mætti farsíma til að "panta" strætó sem væri þá bíll sem ella væri í leiguakstri. Þegar álagið eykst á ákveðnum slíkum leiðum tæku stærri bílar við. Með þessu væri hægt að halda upp nægilega mikilli þjónustu til þess að þessi kostur væri fýsilegur.

2. Þá eru til mjög smáar lestir og mun ódýrari en stærri sem myndu þá fara um yfirborðið en fara undir vegi á vegamótum líkt og lýst er hér að ofan. Þessar lestir eru til sjálfstýrðar. Þær fara út af á biðstöð aðeins þegar beðið er um það t.d. með því að ýta á takka á biðstofunni eða takka inn í lestinni. Þær færu því hratt fram hjá biðstöðum ef enginn biður um þær og ferðatíminn með þeim væri margfalt minni en með bíl. Einhverja svipaða lausn þarf í úthverfin og hér að ofan meðan kerfið er byggt upp. Slíkar lestir eru til á gúmhjólum og þurfa þær ekki teina heldur örmjóar malbiksræmur sem kosta álíka og hjólastígir. Ef til vill þyrfti að kaupa upp eignir og breyta skipulagi til þess að koma slíku að í úthverfum en með því að hafa lestirnar litlar og ódýrar má hafa ferðirnar tíðar.

Lestirnar eru að sjálfsögðu rafknúnar og því nánast mengunarlausar.

Þriðja lausnin er að byggja upp í loftið. Fórna gömlu Reykjavík og byggja allt Seltjarnarnesið allt austur að Elliðaám með tíu til tuttuguhæða blokkum, ryðja þeim húsum sem fyrir er. Þá gæti vaxið hér borg sem gæti haldið upp almennilegum samgöngum og þjónustu.

Fjórða lausnin er að hafa hér bílaborg með greiðfærum götum.

Barasta ekki gera ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu , hefði ekki getað sagt þetta betur!!!!þetta gengur  ekki mikið lengur/en lyst best á leið 4 ////kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.12.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband