19.12.2007 | 01:20
Hringaleysisvitleysa.
Maður á að brosa á meðan maður ritar grein sem á að verða læsileg. Þá er möguleiki að maður komi þeim sem les líka til að brosa. Þess vegna ætti ég aldrei að skrifa um umferðina. Ég brosi aldrei þegar hún ber á góma.
Fyrir mörgum áratugum var sett á skipulag braut sem lá frá Breiðholti niður í miðbæ um Fossvogsdalinn og um það sem kallað var Hlíðarfótur undir Öskjuhlíðinni. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti sem skipulagt var inn í önnur bæjarfélög án þess að spyrja. Kópavogur tók þetta ekki í mál enda fékk hann einga breidd í staðinn eins og þegar Breiðholti óx óvart inn í Kópavog á sínum tíma. Málin eru nú orðin gömul og flestum gleymd. Ég rifja þetta nú upp því að Fossvogsbúar vilja ekki mislæg gatnamót á mótum Bústaðarvegar og Breiðholtsbrautar og skyldi engan undra. Allt skipulagið miðaði við braut sem aldrei var lögð og nú skiptist margfalt meiri umferð en mátti gera ráð fyrir á milli Nýbýlavegar og Bústaðarvegar. Það geta allir verið sammála um að ófært er að hafa ljósastýrð gatnamót á þessum stað. Hvað er þá til ráða?
Við getum lokað Bústaðaveginum til austurs. Þannig hefnir Reykjavík harma sinna vegna brautarinnar sem ekki mátti leggja. Það myndi kosta nokkur mannslíf á Nýbýlavegi og gera óbúandi í austurhluta Kópavogs svo ekki geri ég það að tillögu minni. Ekki gengur að auka umferðina á Bústaðarvegi og hvað er þá til ráða. Ef ekkert pláss er fyrir þessa nauðsynlegu braut verður að leggja hana í stokk eða bora göng. Bústaðarvegurinn yrði þannig hæfileg safngata fyrir hverfin í kring enda er vart hægt að koma meiri umferð um þann tvíbreiða spotta inn í miðju íbúðarhverfi. Þegar menn mótmæla slíkri óráðssíu verða menn að gera sér grein fyrir því að ekki er endalaust hægt að bæta á þær fáu austur-vestur leiðir sem eru til staðar í gegnum Reykjavík. Með þessu þá yrði létt stórlega á Miklubraut. Þá mætti gera torgbrú á Bústaðarvegi Kringlumýrarbraut og þannig yrði leiðin inn í bæinn greið þessa leið.
Já nokkra milljarða kostar þetta en hvað er til ráða. - Eigum við öll að taka strætó.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Athugasemdir
algjörlega sammála þessu Fossvogsbraut ofan eða neðanjarðar það er mikil laustn og verður að koma ,hefi átt að koma fyrir 20 árum!!!!Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.12.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.