17.12.2007 | 20:46
Kreppir að
Okkur þykir miklu skemmtilegra að tala um það sem eykur von okkar um bjarta framtíð en bölsýnistal. Þó eru fréttir fullar af spádómum um heimsharmleiki eins og aukin óveður þurrka og stríð sem öll eiga að koma af hlýnun jarðar.
Ég er ekki einn þeirra sem neita því að maðurinn þarf að breyta um lífsstíl - fara úr lífsmynstri eyðslu og í far nýtingar. Ég held samt sem áður að spár um þær hamfarir sem sagt er frá í fréttum rætist aldrei. Til þess eru þær of alvarlegar og sannar. Ég var fæddur um miðja síðustu öld og hef gengið í gegnum margar slíkar spár, verið logandi hræddur áratugum saman við kjarnorkusprengjur og hráefnaskort. Það haf komið kreppur sem snert hafa margar fjölskyldur tímabundið. Ég hef alltaf séð að máttur manna er gífurlega mikill til að sporna við fyrirsjáanlegum hamförum og ég er sannfærður um að tekið verði myndarlega á málum áður en það er of seint. Þannig koma spádómarnir í veg fyrir að þeir rætist.
Það gerist vegna þess að við gerum eitthvað. Þó ég spái því að það takist þýðir það ekki að við getum verið róleg og setið með hendur í skauti. Einfaldasta ráðið sem við getum gripið til er að nýta skattheimtu þannig að það verði hvati til minnka mengun og efnasóun. Með því virkjum við hugkvæmni fólks til þess að komast hjá skattheimtu en í fáum tilfellum er hugkvæmni íslendinga meiri. Hugmyndirnar geta síðan verið útflutningsvara hjá Geysi Green og líkum og við græðum á öllu saman. Er það ekki björt framtíðarsýn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna erum við sammála bölsynina bætir engan/en bjartsynin margan!!!kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.12.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.