Er það trúarbrögð að trúa því að guð sé ekki til.

Ég hef alltaf talið mig trúaðan þó ég hafi átt mín augnablik þar sem ég efast. Ég er hins vegar maður mannréttinda og hef talið það grunn rétt hvers einstaklings að hafa sínar skoðanir og segja frá þeim svo fremi að þær séu ekki skaðlegar öðrum sem ekkert hafa til sakar unnið.

Ég hef þannig vilja verja rétt þeirra sem trúa því statt og stöðugt að eingin  dularfull öfl séu til þ.e. er að það sem ekki er áþreifanlegt það eða sýnilegt er ekki til. Ég hef álitið að þeir sem þetta aðhyllast hafi sama rétt og ég til að hafa þessa trú. Ég segi trú vegna þess að orðið trú fyrir mér er að vera sannfærður um eitthvað sem ekki er hægt að sanna og þar sem enginn getur fullkomlega skilgreint guð þá er ekki hægt að sanna eða afsanna tilvist hans. Maður verður að sjálfsögðu fyrst að vita hvað fyrirbrigðið er áður en maður ákveður hvort það er til.

Þetta hefur verið mér mikilvægt af því að ég hef áhuga á að þeir njóti sama réttar og aðrir og geti fengið þá styrki sem aðrar skoðanir um tilvist guðs hafa. Annað finnst mér brjóta jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar og trúfrelsisákvæði. Eðli mannréttindaákvæða eru þannig að þau verða að ná til allra - ekki bara þeirra sem hafa ákveðna lífsskoðun svo sem að guð sé til.

Þetta hefur ekki fallið að skoðunum sumra guðleysingja sem halda því fram að það séu aðeins trúaðir sem álíta þá trúaða.

Þetta held ég að stafi af því að þeir vilji losna undan neikvæðum ummælum sem hafa verið höfð í garð trúaðra.

Það að trúa að guð sé ekki til er að mörgu leyti eðlisólíkt því og að trúa því að Guð sé til. Þeir sem trúa á tilvist guðs þurfa að taka afstöðu til gamalla orða sem rituð voru við allt aðrar aðstæður og meta hvort þau séu rituð "eftir vilja guðs" og hvort þau eigi ekki við í nútímanum. Ekkert svoleiðis vandamál á við um þá sem trúa ekki að tilvist guðs.

Öfgar trúlausra er yfirleitt ekki um boðun trúar sinnar. Ég hef ekki orðið var við það að minnsta kosti. þeir berjast fyrir almennum mannréttindum sem löngu hafa verið sett í stjórnarskrár og eru yfir 200 ára gömul. Ef það eru öfgar að fá rétt sem þeim hefur verið gefin og þeir eru fæddir með þá eru þeir öfgafullir. Mér finnst þeir sem vilja meina þeim um þann rétt vera öfgamennirnir.

Þó þeir vilji berjast fyrir rétti sínum er ekki þar með sagt að þeir hafi rétt fyrir sér í öllum tilfellum. Menn hafa rétt á því að líta réttindi og skyldur ólíkum augum.

Guðleysingjar vilja afnema sérréttindi kristindóms í þjóðfélaginu.

Ég er sammála guðleysingjum um að það má hugsa sér siðfræði án trúarbragða. Ég veit ekki til þess að allir guðleysingjar aðhyllist sömu siðfræði hvar sem þeir eru í heiminum. Siðfræði kristindómsins hefur mótað íslenskt samfélag og er eins heildstætt eins og siðfræði getur verið í frjálsu þjóðfélagi. kristindómurinn hefur mótað siði okkar í þúsund ár. Við höfum enga aðra sem við getum orðið sammála um að taka í staðin. Hvort sem menn eru trúaðir eða ekki er kristin siðfræði sú eina sem við getum sammælst um. Kristin siðfræði verðu undirstaða lagasetningar og uppeldis íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð. Kristnir hátíðisdagar og kristnar samkomur verða haldnar. Það er ekki þar með sagt að hafa eigi kennsluna í höndum kirkjunnar manna, það var það ekki þegar ég var í skóla og því engin hefð fyrir því. Mér finnst eðlilegt að kenna að hér hafi kristni verið ríkjandi trú og sé það enn. Kynna grundvöll kristninnar og annarra trúarbragða þ.m.t. guðleysis.

Kennsla á að miða að því að auka víðsýni manna. Það stuðlar ekki aðeins að meiri árangri í vísindum heldur að betra og skilningsríkara þjóðfélagi og betri heimi. 

 

Passar það ekki vel við kristnað siðfræði.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég er sammála þér að mestu leyti,en ég aðhyllist ekki ríkisguðinn sem haldið er að okkur í dag, það gengur einhvern veginn ekki í mínum huga þessi óendanlega gæska hans í aðra röndina,og síðan þessi takmarkalausa heift hans og hefnigirni í hina. Ég vil geta trúað á það góða í manninum, þótt það sé stundum erfitt,ef við kæmum fram við náungan, eins og við viljum að hann komi fram við okkur væri stórum áfanga náð. En sennilega þarf gríðarlega breytingu á hugsunargangi manna svo að slíkt geti orðið.Ég er mótfallinn þessu skólatrúboði sem ríkiskirkjan hefur rekið fram að þessu,það á að heita trúfrelsi í landinu,samt er einni grein trúarbragða gert mikið hærra undir höfði en öðrum.Ég set spurningamerki við kristna siðfræði,ég get ekki betur séð en önnur trúarbrögð setji sér sömu reglur,og eða keimlíkar,siðfræði er hið besta mál og ekkert nema gott um hana að segja,en að tengja hana eingöngu við kristni finnst mér dálítil einföldun,að öðru leyti takk fyrir þessa hugvekju, gott að hafa þetta til að pæla í á aðventunni Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 17.12.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég þakka þér þessi viðbrögð.

Ég trúi líka á það góða. Það er kjarni kristindómsins og fleiri trúarbragða. Siðfræði okkar er að mínu mati að vissu leyti kristin en hún er ekki tekin beint upp úr Biblíunni heldur hefur hún mótast í tamana rás og tekur grunninn örugglega úr heiðni. Norræn lög byggja á umburðarlyndi og mýkt. Má þar nefna refsilöggjöfina sem mönnum finnst á stundum taki of mikið mið að þörfum þess sem brýtur af sér en of lítið tekið tilliti til fórnarlambsins. Þá vernda norræn viðskiptalög þann sem er minniháttar í viðskiptum osfr. 

Þessar hugmyndir gætur örugglega átt heima í búddískri heimskpeki. Kjarninn er hins vegar sá að við gætum aldrei orðið sammála um slíka breytingu.

Biblían er fjölbreytt varð til á lengri tíma er liðin er frá upphafi Íslandsbyggðar.  Þar stangast margt á. Jafnvel innan nýjatextamenntisins er ekki samræmi á milli guðspjalla. Samt segjast menn vera bókstafstrúar. Ég held að þeir grípi ákveðnar setningar og trúa þeim statt og stöðugt og láta það sem vind um eyrun þjóta sem ekki er í samræmi við þær skoðanir. Ég tók orð Kórintubréfsins og gerði að minni trú þ.e. að Kærleikurinn sé ofar öllu. Þar er jafnvel sagt að maður sem er fullur af kærleika en hefur ekki "játast" Jesú sé hólpinn. Ég trúi á föðurlegan guð sem vill að við náum sjálfstætt þroska og hegðum okkur þannig að það sé best bæði fyrir okkur sjálf og náunga okkar en ekki sjálfhverfan guð sem leggur mesta áherslu á að við dýrkum hann.

Jón Sigurgeirsson , 17.12.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband