Geta útlendingar hannað lopapeysur

Ég var nú alinn upp við það að íslenska lopapeysan væri einstök og við gætum lagt undir okkur heiminn með sölu hennar. Svo gleymdist það og menn eru hættir að nenna að hirða ullina af sauðfénu. Það kemur því á óvart að annars staðar í heiminum skuli vera til lopi og jafnvel flottari peysur en okkar. Við sem erum best í heiminum eigum svo barasta að "COPYERA" annarra manna verk.

Á eftir útrás ullarinnar var fundið um eitthvað nýtt sem átti að vera best í heiminum, refur, lax og svo lambakjötið og hrossin og nú er það vitið sem hvergi finnst annars staðar. Menn ætla að fara að græða 1000 milljarða alveg eins og þegar laxaævintýrið byrjaði. Við erum einir í heiminum og menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að markaðslögmálið hefur þau jákvæðu áhrif að draga stundum fram hæfileika út úr skúmaskotum eins og Bandaríkjunum eða jafnvel Ástralíu. Og hver veit nema borarnir viti ekkert af því að það er verið að bora eftir heitu vatni og menn geti notað jarðfræði og bortækni Olíumanna lítið breytta. Þeir ku hafa virkjað hita á 6000 m dýpi undir miðri Ástralíu   - Að þetta skuli nú leyfast.

En milljarðamæringarnir sem tapa árslaunum verkamanns í 10 þúsund ár fyrir morgunverð þurfa að bæta sér upp tapið með því að gabba stjórnmálamenn og forsetann þeir endasendast um heiminn til þess að sýna hvað við erum stór og flott þjóð með gáfaða menn. Ég er hins vegar ekkert sannfærður um það að gáfaðir menn út í heimi trúi þeim.

 


mbl.is Íslenskur hönnuður beðinn að stela danskri glæpapeysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Já ekki nóg með það milljarða platararnir þurfa svo mjög fljótlega Ríkisábyrgð í útrásinni og þegar verður búið að veita hana þá verða þýskir tapbankar notaðir í að fjármagna dæmið til að rétta við fjárhaginn þar.

Á endanum verður Íslenskur almenningur sem borgar allan brúsan og pólitíkusar sem hvöttu til orku útrásarinnar eins kröftuglega og þeir hvöttu til Laxeldisræktunar verða komnir með nýja geðveikislega hugmynd.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 6.11.2007 kl. 18:03

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hef heyrt þá skýringu á íslensku lopapeysunni að Auður Laxness hafi prjónað íslenska útgáfu af suður-amerískum upparpeysum líklega um 1950, sumir segja með einhvers konar inka-mystri. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. Mórallinn í sögunni er þekkt sagnfræðileg staðreynd: Allar góðar uppgötvanir koma upp á fleiri en einum stað á svipuðum tíma (skekkjumörk nokkrar aldir) og áhrifin eru ýmist bein (rekjanleg) eða einskær tilviljun.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.11.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Féll nú eitt vígið enn. Mýtan um íslensku lopapeysuna.

Stendur nú fátt eftir af mínum þjóðremingi annað en prjónabrókin.

Hver á sér fegra föðurland?

Árni Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 17:24

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég hef heyrt þá sögu að Íslendingar hafi verið fyrstir til að kaupa Range Rover.

Ólafur Þórðarson, 21.11.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband