Flestir trúa og svo hefur það verið frá örófi alda.

Það er erfitt að hugsa til þess að dýr hafi trú. Sorg sumra dýra er svo mikil við andlát náinna einstaklinga að það er vel hægt að ímynda sér að þau hugsi sér að eitthvað framhald sé á þessari tilvist. Þau hafa ekki eins fullkomið mál og maðurinn og hæpið að þau geti tjáð sig um svo abstrakt fyrirbrigði eins og guð og framhaldslíf er.

 Trúi er sem sagt algjörlega mennskt fyrirbrigði. Hún virðist hafa komið mjög snemma fram í þróunarsögu mannsins. Það er nánast að hún hafi alltaf fylgt okkur. Ég veit ekki til þess að til sé einhver þjóðflokkur manna þar sem enginn einstaklingur trúir á eitthvað sem kalla megi guð eða a.m.k einhvers konar yfirskilvitlega veru eða verur.

Af hverju trúir maðurinn? Við skulum skoða nokkur möguleg svör.

  •  Maðurinn trúir af því það er til eitthvað yfirskilvitlegt sem hann skynjar eða fær boð frá.
  •  Maðurinn trúir af því að hann hefur gáfur til að skilja að örlög allra lifandi vera sé að deyja og hann getur ekki sætt sig við það. Skylt því er þörfin fyrir að hafa einhvern eða einhverja til að leita til þegar allt annað brest.
  • Maðurinn trúir vegna þess að hann hefur eðlislæga hvöt til að skilja hlutina og hann setur það sem hann skilur ekki í hendur yfirskilvitlegri veru og leysir sig þannig undan þessari kvöð.
  • Það eru eflaust miklu fleiri mögulegar skýringar á því af hverju maðurinn trúir.

Ég get hins vegar ekki fallist á skýringu sem margir trúaðir hafa þ.e. að þrátt fyrir að guð sé til þá hafi hann ekki látið neina vita af tilveru sinni aðra en Gyðinga fyrir svona 2-4000 árum og svo ekki söguna meir hvorki fyrr né síðar.

Þe. ef fyrsti kosturinn er réttur að trúin sé sprottin frá æðri veru eða verum eins og flestir trúa þá er útilokað að ein trú sé rétt og allar aðrar rangar. 

Ef trúin er sprottin af þörf sem tengist ekkert yfirskilvitlegri veru eða fyrirbrigðum þá hlýtur það að eiga við öll trúarbrögð. Ef trúin er sprottin af skynjun mansins á einhverju yfirskilvitlegu þá hljóta fleiri eða jafnvel öll trúarbrögð að vera sprottinn frá slíkri skynjun.

Það er því einkennilegt að menn geti verið að berjast út af trúnni. Jafnvel þeir sem trúa á sama guðinn enn deila um hverjir eru réttir spámenn eða synir hans eru í blóðugu stríði.  

Það er þannig alveg mögulegt að við trúum af einhverri annarri ástæðu en þeirri að það sé eitthvað að trúa á.

Þegar við höfum opnað fyrir þann möguleika getum við spurt okkur að því hvort trúin geri gagn. Það er augljóst að hún gerir heilmikið gagn fyrir suma. Aðrir segja að trúin sé völd af stríðum og því sé ógagnið fullt eins mikið og gagnið.

Ég þekkti Hollending sem barðist mikið fyrir Amnesty International og var mikill áhugamaður um mannréttindi. Hann sagðist vera trúlaus. Hann fann trúnni allt til foráttu. Ég benti honum a að það hefði komið fleira en stríð með Kristninni þó við værum fjarri því að fara eftir boðskapnum. Ég taldi að mannréttindi og hugsjónir Amnesty væru afsprengi kærleiksboðskaps Kristninnar og slíkur kærleiksboðskapur einkenndi æðri trúarbrögð. Við felldum niður talið. Það eru komin 30 ár síðan og ég veit ekki hvort hann hafi skipt um skoðun.

Semsagt ég tel að trúarbrögð geri miklu meira gott en illt. Það er bara með það eins og brennivínið það eru alltaf til einhverjir sem koma óorði á það.  Þetta er bara trú mín og skoðun en erfitt að sanna þetta til eða frá frekar en annað í trúarbrögðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Já, þetta er pæling... Þú veist kannski að um 20 grömm hverfa úr líkamanum þegar hann deyr. Var nú bara að nefna þetta í framhjáhlaupi. En er alveg föst á þeirri skoðun að Guð og Djöfullinn eru einfaldlega þeir kraftar sem etjast við í hverri sál. Aftur á móti er ég nokkuð viss um að þetta líf eigi sér tilgang, hvort við séum hér bara til að fjölga okkur, eða til að hafa áhrif, veit enginn. Enn hlakka til að leggja upp laupana og komast að öllum leyndardómunum....

Fishandchips, 31.10.2007 kl. 03:10

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gaman að lesa þetta góð grein og ætti engan að letja til trúar,þvi trú er goð og öllum holl,hvernig sem hún er framkvæmd,nema til ófriðar !!!/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.10.2007 kl. 06:46

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég þakka athugasemdir. Þó ég varpi hérna fram þeim hugleiðingum að guð sé hugsanlega ekki til þá iðka ég mína trú. Ég skilgreini mig ekki sem trúleysingja. Ég lít svo á að möguleikinn að guð sé ekki til geti verið undirstaða næstu spurningar þ.e. er trú æskileg eða óæskileg fyrir þjóðfélagið og heiminn. Í fyrst lagi þá bendir spurningin til þess að við eigum val um að trúa eða ekki. Það er semsagt engin vissa fyrir tilvist Guðs. Ef við höfum þetta val - hvers vegna trúa þá svona mergir? Það getur verið grundvöllur undir þá umræðu hvort trú sé æskileg eða ekki. Ég tel trúna gera svo miklu meira gott en illt og í raun tel ég að um það illa sem trúin gerir þá sé hún skálkaskjól en ekki orsök. Þetta tengist líka umræðunni um þýðingu menningar og sögu. Af hverju eru þjóðir misvel staddar efnahagslega og valda lega. Hvers vegna hafa þjóðir sem hafa verið undirokaðar og glatað menningu sinni átt erfitt uppdráttar.

Jón Sigurgeirsson , 31.10.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það var ekki gott þegar ég tapaði jólasveinatrúnni, ef ég man rétt þá var það um svipað leiti og ég tapaði sveindómnum.

Upp úr því hóf ég nám í pípulögnum en ég lærði hjá pabba og hann var með verksamning við Jólasveinana upp í Esju ég veit að þið trúið þessu ekki, en þegar ég var sendur þarna uppeftir í fyrsta skipti til að losa stíflu úr handlaginni hjá Grýlu og var það vegna þess að hún var með töluvert hárlos sem stíflaði vatnslásinn hjá henni.

Hún var svakaleg útlits öll í vörtum og hárið í miklum flóka og útgangurinn og lyktin eftir því. Síðar þegar Pabbi hætti í pípunum tók ég við samningnum.

Nú síðast í dag, þurfti ég að skreppa upp í jólasveinabyggðir, laga hitan hjá þeim og losa hárið úr vatnslásnum hjá Grýlu. En ég held að ég sé farinn að eldast því mér fannst kerlingin sýni betri útlit en hér fyrr á dögum, eða er kvenmanns leysið farið að segja til sýn . Eðar er ég farinn að trúa á Grýlu !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 31.10.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband