25.10.2007 | 17:53
Trúfrelsið
Fyrir nokkrum mánuðum neitaði prestur að ferma stúlku vegna þess að hún var skráð í Fríkirkjuna. Niðurstaða dómsmála ræðst ekki af raunveruleikanum heldur því sem kemur fram í viðkomandi máli. Það er í sjálfu sér grundvallaratriði en ekki gallalaust. Menn gefa dómum ef til vill víðtækari merkingu en ástæða er til miðað við þessa staðreynd.
Þetta skrifa ég vegna fréttar um að Hæstiréttur hafi sýknað íslenska ríkið af kröfu Ásatrúarmanna að njóta jafnræðis við þjóðkirkjuna í styrkjum.
Hæstiréttur miðar niðurstöður sínar við það sem hann telur réttasta túlkun á lögum og stjórnarskrá. Staða þjóðkirkjunnar er stjórnarskrárbundin. Af því er HR bundinn.
Eftir fréttinni að dæma setur dómurinn kvaðir á þjóðkirkjuna. Hún getur ekki vísað fólki frá og hann segir réttilega að prestarnir séu embættismenn. þeir verða því að fara að lögum um starfsemi hins opinbera. Menn eiga að njóta jafnræðis þá væntanlega án tillits til litarháttar eða kynhneigðar svo vikið sé að nýlegri umræðu.
Dómurinn vekur líka spurningar um mörk. Er hugsanlegt að sýna megi fram á að þeir peningar sem þjóðkirkjan hefur umfram aðra geri meira en að greiða fyrir þær kvaðir sem á henni eru?
Þegar stjórnarskrárákvæði eru svona sitt í hvora áttina þ.e. annars vegar trúfrelsi og jafnræði og síðan er einu trúfélagi gert hærra undir höfði, tel ég að túlka eigi undantekninguna þ.e. sérréttindi þjóðkirkjunnar mjög þröngt. Þess vegna er hugsanlegt að Ásatrúarmenn hafi ekki lagt fram réttu gögnin.
Ásatrúarfélagið fær ekki aukin framlög úr ríkissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg legg þá þann skilning i þetta að þetta er bara Ríkiskirkja,en ekki þjóðkirkja,þá verður bara að aðskilja þetta alveg að að fullu,enda er það mín ósk/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 26.10.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.