24.10.2007 | 22:09
Hátæknisjúkrahús.
Ég var að segja vini mínum að það gleymdist stundum í umræðunni um gamla fólkið að ýmislegt gott væri gert. Svo þegar við fórum yfir það hvar væri vel gert þá komumst við að því að líklega væri það á einhverjum stórum skipulögðum vinnustöðum þar sem flott er að vinna og fín tæki sem þjónustan væri skást. Hins vegar vantar alltaf látækniþjónustuna. Heimahjúkrun t.d. er tiltölulega látækniþjónusta og þeir sem stjórna henni eru að fæla starfsfólk burtu með því að deila við það um einhverja aura sem það fékk í bílapeninga.
Hátæknisjúkrahús er flott. Þar er hægt að setja milljarða jafnvel þó meiri þörf sé fyrir lágtækniþjónustu. Jafnvel er hægt að spara meira fé með lágtækniþjónustu þe. stytta tíman sem menn þurfa á mjög dýrri þjónustu hátæknisjúkrahúss að halda og bjóða frekar mikinn stuðning við eldra fólk svo það geti bjargað sér sjálft.
Í raun er þetta mjög í samræmi við kenningar Parkinson. Parkinson sagði að á fundum væri mest þráttað um kaffisjóðinn af því að það væri eitthvað sem menn skildu. Heimahjúkrun er eitthvað sem menn skilja nokkurn vegin. Það er því þráttað um smáatriði þar en hátæknisjúkrahús veit enginn hvað er - það er aðeins hugtak sem ekki einu sinni læknar skilja og þess vegna rennur það í gegn eins og ekkert sé. Það er líka alltaf skemmtilegra að vinna með öðrum í nýju glæsilegu húsi og hafa nóg af alls kyns tækjum til að vinna með. Hátæknisjúkrahús er því ægilega spennandi fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Svo eru það einstaka læknar sem enn leggja áherslu á það sem kemur sjúklingum að gagni og malda í móinn. Hverja eigum við að láta ráða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta segir mér að ég á alltof flotta myndavél auðvita næ ég jafn góðum myndum á ódýrari myndavél, en það er ekki eins fínt er það er það ?
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 24.10.2007 kl. 22:48
Kvitt ,eg tek undir hvert orð þarna/svo lengi lærir sem lifir/kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 25.10.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.