24.10.2007 | 00:36
Svona í framhaldi af kaffihúsaheimsókn
Vinur minn sem ég hitti á kaffihúsi í dag og tekið hefur miklu ástfóstri við REI málið trúði því að í það fengist einhver botn. Ég hef eins og menn hafa margir lesið hér á blogginu þá trúa að jafnvel svo stórt mál sem það falli í gleymsku. Stjórnarskiptin voru t.d. mjög sterkur leikur. Mér datt jafnvel í hug að Geir hefði skipulagt svik framsóknar með því að veifa framan í Bing. réttum dulum á laun. Losað þannig Sjálfstæðisflokkinn við glæpinn vitandi það að þau gleymdust frekar ef þeir sem hæst létu tækju við glæpnum. Semsagt gelt Svandísi. Nú er prestastefna, hommatal og Biblíuþýðing að taka við. Ráðherra er á fullu að selja REIþjónustu til Indónesíu. Menn sjá mikla peninga og þá er hægt að líta fram hjá því að ákveðin prinsip hafi verið brotin.
Heimurinn er á barmi kreppu. Greenspan sagði í ræðu fyrir nokkrum dögum að nú ríði á að Bandaríkin taki ekki upp haftastefnu, vinni í anda heimsvæðingar og sporni þannig við þeim möguleika. Hann hefur ekki völdin lengur því miður. kreppan virðist herða fyrst og fremst að Bandaríkjamönnum en þrengingar þar hafa víðar áhrif. Áður fyrr hrundi allt þegar þrengdi að Bandaríkjunum Þeir höfðu sterkasta efnahagskerfi veraldar. Nú eru Kínverjar komnir fram úr þeim. Hugsanlega bjargar það veröldinni.
Þegar kreppir að verður hugsanlega að fórna einhverjum markmiðum tímabundið til að ná efnahag heimsins á skrið aftur.
Það gætu verið umhverfismálin. Við sjáum til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitt orð i tima töluð/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 24.10.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.