12.7.2007 | 17:34
Vegaframkvæmdir og sjávarútvegur.
Mótvægisaðgerðir kallast það að flýta nokkrum vegabótum sem fyrirhugaðar hafa verið og bæta öðrum við.
Hvaða efnahagslega þýðingu hefur það? Einhverjir fá atvinnu. Það eru ekki konurnar sem tína rækju eða orma úr fiski. Hvaðan kemur fólkið sem annast vegaframkvæmdir? Kemur það frá útlöndum eða frá höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst hæpið að Vestfirðir hafi á að skipa fólki til slíkra sérhæfðra starfa hvað þá heldur tækjum.
Hafa aðgerðirnar góð áhrif á fiskvinnslu. Ekki held ég það. Framkvæmdir hafa haft þau áhrif að auka þenslu. Gengið helst hátt. Kostnaður fiskvinnslunnar helst hár þegar besta aðgerðin fyrir hana væri að minnka spennuna - lækka krónuna.
Aðgerðirnar eru hins vegar dúsa upp í óánægða landsbyggðarmenn sem krafist hafa þessara vegabóta árum saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Athugasemdir
Þar sem mætast tveir vegir þar eru komin gatanamót/hefði Guðni Agútsson sagt/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 13.7.2007 kl. 21:31
Vega hvað. Já það er spurning hvort ekki sé hægt að fjárfesta í sama vinnukrafti til að lífga upp á og byggja upp byggðarkjarnana sem hafa verið að drattast niður í bíla-ómenningunni. Með bættri gangandi-menningu má búast við bættri framkvæmdagetu og betra samráði meðal manna.
Ólafur Þórðarson, 21.7.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.