10.7.2007 | 11:10
Efnahagslegur leigumorðingi
Ég keypti af rælni bók í M og M sem heitir: Játning efnahags leigumorðingja eða Confessions of an Economic Hit Man sjá: http://www.amazon.com/Confessions-Economic-Hit-Man-Currents/dp/1576753018
Hún segir frá manni sem lærir til leyniþjónustustarfa til að losna undan herþjónustu í Vietnam. Hann er þá með BS próf i hagfræði og er síðan ráðinn hjá fyrirtæki sem virðist leppfyrirtæki bandaríkjastjórnar og hefur það hlutverk að grafa undan efnahag ríkja með óhemju lánveitingum til uppbyggingar. Peningarnir fara aldrei út úr Bandaríkjunum en skuldirnar verða eftir og þá nægilega miklar til að gera ríkin efnahagslega háð Bandaríkjunum og gera eins og þeim er sagt m.a. að kjósa að vilja Bandaríkjanna í Sameinuðu þjóðunum.
Hann fjallar m.a. um Monro kenninguna sem gerir Bandaríkin að eins konar yfirþjóð í Ameríku og hann segir að sú kenning hafi færst yfir allan heiminn í kalda stríðinu. Öll aðstoð sem Bandaríkin veiti hefur það markmið að auka hag Bandaríkjanna. Þeir styðja til valda spillta einræðisherra og hagnaður af efnahagsuppbyggingu rennur í vasa fárra útvaldra en ekki massans sem er við hungurmörk.
Hann lýsir því sem alþekkt er hvernig keisarinn í Íran komst til valda með tilstuðlan sonarsonar Rosvelts forset. Sú aðgerð segir hann hafi verið fyrirmynd að slíkum leynilegum aðgerðum víða um heim. Til að tengja ekki stjórnvöld við ólöglegar aðgerðir voru stofnuð leppfyrirtæki eins og það sem sögumaður starfaði við.
Skítlegt eðli kemur oftast mönnum í koll. Þeir sem Bandaríkjamenn kalla hryðjuverkamenn eru ekkert með verri siðgæðisvitund en Bandaríkjamenn þó þeir hafi ekki efnahagsgetu til að beita sömu aðferðum. Bandaríkjamenn sveltu menn til dauða en hryðjuverkamennirnir svara fyrir sig og drepa með því að fórna sjálfum sér.
Bandaríkjamenn fara svo með stríði um heim allan til að "verja bandaríska hagsmuni" sem fengnir eru með þessum hætti. Þjóðarleiðtogar verða að sýnast hliðhollir þeim á yfirborðinu en ala á hatrinu undir því. Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir.
Við Íslendingar höfum stutt þessar aðgerðir Bandaríkjanna í blindni. Það er svo auðvelt að vera á móti hryðjuverkum. Þau eru svo augljóslega röng. Þau bitna á saklausu fólki af öllum þjóðernum, trú og skoðunum. Það er ekkert sem afsakar þau. Það er heldur ekkert sem afsakar hegðun Bandaríkjamanna ef það er rétt sem Perkings segir. Gagnrýnendur segja að vísu að sumt sem hann fullyrðir sé erfitt að sanna. Þeir viðurkenna þó að efnahagsaðstoð hafi oft orðið þjóðum fjötur um fót í stað hjálpar. Það er víst að hatur á Bandaríkjamönnum víða um heim er ekki aðeins öfund eins og sumir Bandaríkjamenn vilja vera láta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Athugasemdir
Hurðu Jón minn, ertu nokkuð að lýsa ísl bönkum?
Hvernig er það aftur með kostnað, sem fellur á unga fólkið, sem getur ekki staðið við greiðslu, -tímabundið, kemur ekki ofurkostnaður á greiðslufall eins gjaldaga, fljótlega eftir að að næsta gjalddaga kemur?
Hvernig er það annars með skynsemina í þessu hjá þeim? Leggja drápsklyfjar af aukakostnaði á ungdóminn, sem einhverra hluta vegna náði ekki endum saman þetta skiptið, eru líkur til , að þetta sama unga fólk geti eitthvað frekar greitt gjalddagann, með áföllnum innheimtukostnaði?
Var bara að pæla í þessu, eftir lestur annars ágæts innleggs þíns.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 10.7.2007 kl. 11:45
Las þessa ágætu economic hit-man bók. Mér varð hugsað til þess að um leið og bandaríkjamenn fóru burt með herinn komu þeir inn með álverksmiðjurnar í staðinn. Við erum ennþá á bandarísku yfirráðasvæði.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 10.7.2007 kl. 11:51
Vel gerð grundað og svona er þetta þvi miður/þetta er barasta svona og allur heimurinn ber þessa vott/Úlfur Úlfur um allt,og hræðslan virkar!!!Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 11.7.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.