4. júlí

Á þessum degi 1776 lýstu 13 nýlendur Breta yfir sjálfstæði sínu. Í kjölfarið skall á styrjöld sem stóð til 1783. Þá urðu Bandaríkin til.  

Það má rekja upphaf nútíma lýðræðis til þessa atburðar og byltingarinnar í Frakklandi. Þá má ekki gleyma hægfara byltingu í Bretlandi sem hófst með Magna Carta um það leyti sem við skrifuðum undir Gamla sáttmála og afsöluðum okkur sjálfstæðinu.

Hvernig sem á það er litið er sjálfstæði Bandaríkjanna og stjórnarskrá þeirra sem tryggði grundvallar mannréttindi hornsteinn lýðræðis og mannréttinda eins og við þekkjum þau.

 Barátta fyrir mannréttindum stendur enn yfir, jafnvel í landinu sem ruddi brautina. Aðeins nokkrir áratugir eru síðan þeldökkir fengu að súpa af sömu brunnum og hvítir ganga á gangstéttum í stað göturæsa o.s.fr. Fangar sem herinn tekur eru rétt að fá grunn mannréttindi og þá er ekki talað um önnur lönd sem myrða þegna síðan svo hundruðum þúsunda skipti og misþyrma öðrum.

 Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar Amnesty International var sakað um að mismuna þeim sem þeir gagnrýndu.

Ekki skal ég dæma um hvort sú gagnrýni var réttlát. Hvaða samtök sem eru verða aldrei betri eða  verri en þeir sem þau skipa. Amnesty hefur þó verið hafið yfir slíka gagnrýni og er vonandi að þau verði það áfram og gegni því mikilvæga hlutverki sem þau hafa gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband