Kaffihúsalausn á heimsmálunum

 

Ég var að fylgjast með þætti í sjónvarpinu um áhrif Bandaríkjanna og sérstaklega leyniþjónustunnar CIA á heiminn á síðustu öld. Víða hefur hún komið við og hættir maður að vera hissa á því af hverju Bandaríkjamenn eru hataðir svo víða.

Nú er verið að svipta hulunni af alls kyns ógnum sem CIA hefur staðið fyrir vafalaust með vitund og vilja æðstu ráðamanna.

Það kemur svo víða fram algjört yfirlæti gagnvart öðrum. Það er eins og þeir líti niður á megin hluta þjóða. Við héldum að við nytum virðingar. Nú hefur annað komið í ljós. Við njótum aðeins stuðnings þeirra þegar það hentar þeim.

Bandaríkjamenn hafa ekki alltaf verið svona og gert stórmerka hluti eins og Marshall áætlunin er dæmi um.

Meðferð þeirra á föngum á Kúbu nú eftir árásirnar á tvíburaturnana eru dæmi um að þeir líti ekki á útlendinga sem fólk. Bandaríkin voru brautryðjendur í mennréttindum þegar þeir sömdu stjórnarskrá sína á síðari hluta 18 aldar.

Það er meðal annars viðurkennd mannréttindi að menn megi ekki hneppa í fangelsi nema að undangengnum dómi hlutlauss dómstóls. Þetta hefur verið virt að vettugi varðandi útlenda fanga í baráttu við hryðjuverk, þar til Hæstiréttur þeirra komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri óheimilt.

Í þættinum sem ég minntist á var fjallað um afskipti Bandaríkjamanna af Miðausturlöndum. Þar sem þau eru framleiðendur mikilvægs hráefnis fyrir iðnvædda veröld þmt. Bandaríkin (olíu) þóttu þeim síðarnefndu rétt að hafa afskipti af því hverjir sátu þar við völd. Það var sko ekki aldeilis neinir lýðræðisstjórnendur sem hugnuðust Ameríkönunum heldur svæsnir einræðisherrar sem drápu og pyntuðu andstæðinga sína. Eingöngu var hugsað um hagsmuni Bandaríkjanna og mannréttindi annarra látin lönd og leið.

Hatur á Bandaríkjamönnum var ekki eingöngu þeim að kenna. Í Austurlöndum nær var gömlu hatri á nýlenduherrum snúið upp á Bandaríkjamenn og sama var í Víetnam.

Ef við lítum á hina hliðina þe málið frá sjónarmiði Bandaríkjamanna þá er það ekkert einsdæmi að menn líti á eigin landa sem mikilvægara fólk en þá sem utan lands búa. Það má segja að það sé frekar regla en undantekning. Ekki vorum við Íslendingar að hugsa um hagsmuni þeirra hundruð þúsunda Breta sem byggðu afkomu sína beint eða óbeint á veiðum á Íslandsmiðum, þegar við lögðum undir okkur stóran hluta norðu Atlandshafsins með útfærslu landhelginnar í 200 mílur,.

Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri og hafa haft öflugast efnahags- og herkerfi veraldar. Þeir hafa sett sig í þann sess að geta farið um heiminn með stríði eingöngu til að gæta eigin hagsmuna. Sú hugsun líkist hugsun Breta þegar þeir lögðu undir sig heiminn á 18 og 19 öld. Það voru ekki stjórnvöld sem lögðu undir sig Indland í upphafi. Það voru viðskiptaaðilar sem náðu þar tökum og síðan þurftu stjórnvöld að "verja breska hagsmun". Hljómar þetta ekki líkt og rök Bandaríkjanna fyrir stríðsátökum þeirra um allt land.

Uppskeran er svo hryðjuverk um allan heim.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kaffihúsalausn; veit ekki. Ég er sammála þér um niðurstöðuna, svo dapurleg sem hún er.  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.7.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er þessu öllu sammála sem þú segir /nú eru Putin og Bush og gamli Bush að þinga á bugarði þeirra i USA,er það ekki Kaffihuslausn/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.7.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband