13.6.2007 | 23:01
Erðabreytt matvæli.
Lífverur eru efnaverksmiðjur sem framleiða bæði lífsnauðsynleg efni og baneitruð fyrir alla nema tegundina sem þau framleiða.
Lífverur eru settar saman úr agnarsmáum einingum einni eða fleirum sem kallast frumur. Inn í þeim eru formúlur sem kallast gen og tækjabúnaður til að búa til litlar efnaverksmiðjur sem kallast ptótein, eggjahvítuefni eða efnahvatar náttúrunnar. Þessar efnaverksmiðjur ráða síðan öllum vexti og viðgangi fruma og þar með lífverunnar allrar að því gefnu að ytri skilyrði séu rétt.
Þegar talað eru um erðabreytt matvæli þá hefur geni úr annarri líffveru verið komið fyrir í frumu matjurtarinnar þannig að hún byrji að framleiða efni sem sóst er eftir. Möguleikar á þessum breytingum eru næstum óendanlega margir og geta sumar breytingar verið til góðs en um aðrar leikur meiri vafi.
Ókostir erfðabreyttra matvæla eru margir og kostirnir líka.
Menn hræðast það að gerð veri líffvera sem er hættuleg umhverfinu, eigi sér t.d. enga óvini og yfirtaki búsvæði annarra lífvera. Þessi hætta er fyrir hendi hvort sem um kynblöndun innan tegundar er að ræða eða erfðabreyting. Í a.m.k. 10.000 ár hafa menn valið saman til æxlunar einstaklinga úr jurta eða dýraríkinu sem hafa heppilega eiginleika og auka þannig afurðirnar. Öll okkar matvæli og búsmali hefur þróast frá einstaklingum sem eru mjög ólíkir núverandi afkomendum sínum.
Efnin sem nýju genin framleiða gætu verið hættuleg neytendum. Oft er verið að setja gen í plöntu til að skordýr forðist hana eða drepist af henni. Þá er palntan byrjuð að framleiða einhver efni sem líkja má við kemisk efni. Það er ekkert öruggt að þau fari vel í menn og hugsanlega gætu þær jurtir sem ekki eru ætlaðar til átu eða lenda í fæðukeðju okkar.
Kostir erðabreyttra matvæla eru ótal margir. Með erðabreytingum er komið fyrir eiginleikum í líffverum sem við gætum alldrei eða seint fengið fram með kynblöndun. Við skulum taka dæmi. Mais er planta sem er full af næringarefnum og næstum þvi fullkomin en ódýr fæða. Prótein eru byggð upp af amínósýrum. Það eru ekki allar amínósýrur sem við þurfum í maís. Með því að bæta henni við úr líffveru sem framleiðir hana er hægt að gera góða matjurt enn hollari fyrir sveltandi heim. Það er hugsanlegt að við náum enn meiri afurðum á flatareiningu með erfðabreyttum matvælum þ.e. við búum til einstaklinga sem einfaldlega framleiða meira. Hljómar það ekki vel í sveltandi heimi.
Við getum líka búið til jurtir sem verjast skordýrum og þannig komið í veg fyrir notkun kemiskra efna.
Á seinustu öld ætluðu Suður Amerískir bændur að auka afurðir býflugna sinna sem voru af Evrópskum uppruna og gáfu lítil nyt í hitanum þar. Þeir vissu af Afrískri flugu sem var vön hita og fannst þeim það upplagt að blanda þeim saman til að fá hitaþolna flugu. Það fer ekki allt eins og ætlað er. Afkvæmin urðu herská og hættuleg og hafa valdið stór skaða. Þessi blendingur er kominn til Bandaríkjanna og fer þar alltaf norðar og norðar.
Það er eins með erfðabreytt matvæli. Mistök geta verið dýrkeypt.
Við höfum eftirlit með framleiðslu alls konar kemiskra efna sem geta lent ofaní mansmaga. Erfðabreytt matvæli geta verið með náttúrulegum efnum sem geta verið jafn skaðleg.
Ég tel að óráð sé að vera alveg á móti erfðabreyttum líffverum. Til þess er flóran of fjölbreytt. Hins vegar ætti að stíga varlega til jarðar og það ætti að vera álíka eftirlit með slíkri framleiðslu og framleiðslu á lyfjum og kemískum efnum í matvælum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og þarfleg að tala um þetta ,það eru svo margir á móti þessu sem er erfðabreitt/enn talandi um sveltandi heim,hvernig væri að veiða Hvalina fyrir þá sem svelta/ekkert toppar það sem í hvalkjötinu byr/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 14.6.2007 kl. 23:22
Góð hugmynd Gamli minn.
Jón Sigurgeirsson , 20.6.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.