Ógnin af ofsatrú.

Öfgar eru yfirleitt til ills eins. Við tengjum hryðjuverk yfirleitt við Múhameðstrúaða öfgamenn sem lesa í fræðin með sérstökum gleraugum. Öfgamenn eru ekki einskorðaðir við eina trú heldur finnast í Kristni ekki síður en öðrum trúarbrögðum. Öfgamenn í Kristni eru ekki að berjast gegn sömu hlutunum og Múhameðstrúarmennirnir einfaldlega vegna þess að Kristni heimurinn hefur yfirhöndina í heiminum.

 Við sjáum þó á því undantekningar þar sem kaþólikkar sem sætta sig ekki við kúgun nýlenduherra á Norður Írlandi og nýlenduherrarnir telja sig ekki vera nýlenduherrar heldur löglegir íbúar landsins sem búið hafa þar í marga mansaldra.

Það eru ekki þeir öfgamenn sem ég ætla að gera að umtalsefni heldur hryðjuverkamenn gegn mannréttindum og vísindum, bókstafstrúarmenn sem hafa tekið dæmisögu um kynþroskan í Mósesbók sem heilagan sannleika og neita vísindalegum raunveruleika eins og þá að heimurinn er eldri en 10 þúsund ára og tegundirnar hafa þróast í milljónir ára.

 Það er ef til vill allt í lagi að menn trúi enn að himininn sé úr gleri og geimferðir séu lygi og allt hafi orðið til á sjö dögum fyrir tíu þúsund árum síðan þ.e. ef þeir halda því fyrir sig. Öfgarnar eru ekki fólgnar í því að trúa einhverri vitleysu. Öfgarnar eru í því fólgnar að troða einhverri vitleysu upp á aðra og vitleysan hefur gífurlega skaðvænleg áhrif á þá sem hún er þvinguð upp á. Þannig er það með þessa ofsatrúarmenn. Þeir hafa komið því til leiðar að ákveðnar grunn staðreyndir vísindanna eru bannaðar í vissum hlutum Bandaríkjanna. Ungmenni sem læra við þær aðstæður eru útilokaðar frá raunverulegu vísindanámi nema með viðbótarmenntun.

Vísindin eru ekki eingöngu til þess að skapa þá velmegun sem við lifum við heldur glíma vísindamenn við þau vandamál sem eru samfara gífurlegum mannfjölda á jörðunni, mannfjölda sem gæti ekki lifað hér an vísindanna. Mikil menning og menntun  hefur fallið í gleymsku fyrir tilstilli slíkra manna og þá komið mörg hundruð ára hnignunarskeið í kjölfarið. Á miðöldum voru öll vísindi bönnuð sem ekki féllu að vilja kirkjunnar og voru menn brendir ef þeir komust að annarri niðurstöðu eða tóku kenningar sínar til baka eins og Galileo.

Ef til vill hafa því slíkir öfgamenn geigvænlegri áhrif en þeir sem drepa nokkra einstaklinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Það eru ekki allir múhameðstrúarmenn hryðjuverkamenn en allir hryðjuverkamenn eru múslimar.

K Zeta, 13.6.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ekki voru katólskir á Írlandi Múhameðstrúar.

Jón Sigurgeirsson , 13.6.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Fishandchips

Til að létta lundina... Kíktu endilega á nýjasta bloggið mitt

Fishandchips, 13.6.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband