11.6.2007 | 01:54
Kárahnjúkar - Eru þeir óarðbærir.
Ég lauslega reiknaði út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar með því að margfalda framleiðslumagnið 4.600 Gwst á ári með 2 kr./kwst. (Verði Orkuveitunnar)og reiknaði með 100 milljarða fjárfestingu og reiknaði síðan hversu mörg prósent arðurinn yrði. Niðurstaðan varð að fjárfesting væri 9,2%. Þá tók ég ekki tillit til neins rekstrarkostnaðar eða umhverfiskostnaðar. Nú er sagt að verð sem Landsvirkjun vill ekki segja okkur frá sé miklu mun lægra eða 1 kr og 70 aurar á kwst. Samkvæmt því er arðsemiskrafan miklu minni. Það lítur út fyrir að þarna hafi verið samið um gífurlegar fjárhæðir, svo háar að það myndi gjör breyta lífi hér á landi ef þær renna út í sandinn til að eltast við litla arðsemi þegar tillit er tekið til áhættu. - Það gert til að skapa nokkur störf á austurlandi og tryggja þannig atkvæði austfirðinga. Í samningnum er tekin áhætta á gengi bandaríkjadals og áhætta um þróun álverðs og kostnaði af mengun, svo dæmi séu tekin.
Það er hræðilegt að menn beri fyrir sig eitthvað viðskiptasjónarmið til að leyna þjóðinni ráðstöfunum á svo miklum hluta þjóðarauðsins sem þessar 100 milljarðar eru. Slíkt ætti einfaldlega að banna og ég er viss um að við seldum orkuna eftir sem áður.
Við eigum að virkja - Barasta selja orkuna háu verði - bíða frekar en að gefa hana jafnvel þó einhver störf og einhverjir skattar séu í húfi um tíma. Ég geri mér grein fyrir að arðsemisútreikningar eru mun flóknara fyrirbrigði en hér er gefið í skyn. Við gætum reiknað þetta betur ef spilin væru lögð á borðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Facebook
Athugasemdir
Já við skulum vona að þetta sé ekki rétt. Einhvern veginn á ég erfitt með að trúa því að reikningurinn sé það einfaldur, að LV mönnum og þeim sem eru á bak við þetta hafi misreiknast svona í mínus. Nú ef útreikningurinn er svona einfaldur, þá er augljóst að engum yfirsást neitt, ekki satt? Þess vegna á maður erfitt að trúa að útkoman sé þessi. See waræ mean Jelly bean? Er ekki fullt af þáttum sem spila inn í?
Allskonar vextir, skattgreiðslur bla bla
Svo má líka líta á hversu lengi virkjunin verður að borga sig upp. Voru það ekki einhverjir nokkrir áratugir? Svona eins og með íbúðakaup fólks í dag? Þegar það er búið verður hreinn gróði af þessu. Peningalega séð. Og svo lengi sem þjóðin á dæmið í sameign.
xx
Ólafur Þórðarson, 11.6.2007 kl. 02:06
Það er rétt hjá þér kæri vefari að arðsemi er flóknara fyrirbrigði en þessir útreikningar gefa í skyn. Þegar upphaflegu samningarnir voru gerðir við Álverið í Straumsvík var reiknað með þjóðhagslegri hagkvæmi af sköttum fyrirtækis og starfsmanna, áhrif á vöruskiptajöfnuð og margt fleira. Ég hef heldur ekki upplýsingar um skiptingu á eigin fé og lánsfé og kostnaði við lánsféið og arðsemiskröfu eigin fjár. Það væri til að æra óstöðuguna að reikna þetta allt út í bloggi.
Jón Sigurgeirsson , 11.6.2007 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.